Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi viðburður endaði fyrir 18 dögum síðan.

Eldblóma­upp­lifun og afmæli

  • laugardaginn 21. júní kl. 16:00–18:00

  • Minjasafnið Hnjótur, Örlygshöfn
    Sjá á korti

Á sumarsólstöðum 2025 ætlum við að fagna 42 ára afmæli safnsins. Kl. 17:00 mun Sigga Soffía bjóða uppá Eldblómaupplifun með tilheyrandi gleði inni á sýningu sinni Eldblóm – Hvernig dans varð að vöruhönnun. Ekki láta þessa upplifun framhjá þér fara, hér er um að ræða sannkallaða veislu fyrir öll skynfæri!
En við byrjum kl. 16:00 á að bjóða textílgripi og þjóðbúninga safnsins velkomna tilbaka á grunnsýningu safnsins, en unnið hefur verið að forvörslu á þeimá seinustu misserum. Að auki setjum við upp glæsilegan upphlut sem safnið fékk að gjöf frá Önnu Heiðu Ólafsdóttur í tilefni af 40 ára afmæli safnsins. Þetta er upphlutur langaömmu hennar, Ólafíu Egilsdóttur frá Hnjóti.
Við bjóðum uppá hamingjuverð á hanastélum á Eldblómabarnum og fjársjóðsleit fyrir börnin!