Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar

Forkynning skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar

Helstu markmið deiliskipulagsins eru:

  • Að skilgreina núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu.
  • Að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.
  • Að auka öryggi gagnvart þeirri náttúruvá sem ofanflóð hafa í för með sér.
  • Að vernda byggðasögu elsta hluta Patreksfjarðar með hverfisvernd.

Bent er sérstaklega á að verið er að skilgreina lóðir á íbúðasvæði og geta því lóðir verið að stækka eða minnka eftir því sem við á og eru íbúar sem hagsmuna eiga að gæta beðnir sérstaklega beðnir um að kynna sér deiliskipulagið. 

Tillögurnar verða til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar. Kynningin mun standa til 30. maí  2016.

Íbúafundur/-kynning verður auglýstur síðar.

Tillögur má finna hér og hér

 

Virðingarfyllst

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is