Deiliskipulagsáætlun - Deiliskipulag Hótel Flókalundar í Vatnsfirði

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst tillaga að eftirfarandi

Deiliskipulagsáætlun- Deiliskipulag Hótels Flókalundar í Vatnsfirði:

Deiliskipulagið mun ná einungis yfir þröngt svæði í kringum núverandi byggingar hótelsins. Skilgreint deiliskipulagssvæði er um 10.500 m² að stærð. Deiliskipulagið mun fjalla um viðbrögð hóteleigenda vegna breytinga á umferð við tilkomu Dýrafjarðaganga, endurbætur á þjóðvegi yfir Dynjandisheið og um nýjan veg um Gufudalssveit í samræmi við samgönguáætlun Vegagerðarinnar. 

Deiliskipulagstillagan verða til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, sem og í anddyri Hótels Flókalundar frá og með mánudeginum 21. maí til 2. júlí 2018.

Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 2. júlí 2015.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Virðingarfyllst

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Hótel Flókalundur deiliskipulagstillaga

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is