Eyrarsel

Selið ( Eyrasel Sigtún 17, Pf) hefur verið opið  öll mánudagskvöld undanfarin ár fyrir handavinnufólk sem vill mæta og eru allir velkomnir.

Fyrsti dagurinn eftir sumarfrí er mánudagurinn  4.september.

Ég ætla að hafa þema í september, október og nóvember og vinna að þremur verkefnum.

Skipulagið verið þannig að það geta allir sem vilja mætt hvort sem þeir vilja taka þátt í þemaverkefninu eða ekki.

Allt handavinnufólk á sunnanverðum Vestfjörðum er velkomið en ef fólk vill fá mig til að kynna þessi verkefni á öðrum stöðum þá endilega hafið samband.

September:

Kolkrabbar fyrir vökudeildina.

Október:

Bangsar í sjúkrabíla.

Nóvember

Kærleiksteppi.

Ég kynni hvert og eitt verkefni  fyrir sig á facebook-síðum eins og  íbúavefnum og suðurfjarðar-markaðinum.

Selið er opið á mánudagskvöldum frá kl. 19.00 – 22.00 og eru allir velkomnir. Þar mæta bæði reynslumikið handavinnufólk sem og byrjendur. Varðandi þessi þemaverkefni þá verða uppskriftir, jafnvel garn og aðstoð og kennsla ef þarf.

Ég hlakka til að sjá ykkur

Arnheiður Jóns.

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is