Grunnvatnseftirlit

Ágætu Íbúar Vatneyrar, Patreksfirði.

Í tengslum við fyrirhugaðar ofanflóðavarnir ofan Urða, Hóla og Mýra stendur til að kortleggja grunnvatnsstöðu á völdum stöðum í byggð. Boraðar verða 8 holur, 6-9metra djúpar og settir þrýstiinemar útbúnir fjarskiptabúnaði til mælinga. Ræktunasambands Flóa og Skeiða mun annast borun og er áætlað að borun hefjist n.k. mánudag og taki u.þ.b. 3 daga.  

Staðsetningu borholanna má sjá á meðfylgjandi skjölum. Mynd 1mynd 2.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Kv.

Elfar Steinn Karlsson, Forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar.

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is