Stelpur rokka! Rokkbúðir 12.-13.maí

Þessi skemmtilega, tveggja daga vinnustofa, verður haldin í Húsinu dagana 12. og 13. maí næstkomandi fyrir stúlkur í 8., 9. og 10. bekk.*
Í rokkbúðunum lærir þú á hljóðfæri, spilar í hljómsveit, semur eigið lag og tekur þátt í spennandi vinnusmiðjum um tónlist og femínisma!
Þú þarft ekki að kunna að hlóðfæri til að taka þátt!
Stelpur rokka! eru sjálfboðaliða­ rekin samtök sem efla og styrkja stelpur, konur og trans fólk með tónlist og jafnréttisfræðslu.

* Stelpur (cís og trans) trans strákar, kynsegin og intersex krakkar velkomnir

Aðgangseyrir fyrir rokkbúðirnar er valfrjáls en viðmiðunarþátttökugjald er 9.500 kr. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði.
Hádegismatur í boði báða dagana fyrir þá sem vilja, fyrir samtals 3.000 kr.

Hafið samband í síma 695-7620 eða netfangið hello@husid-workshop.com eða hér til að staðfesta þáttöku. Hámarksfjöldi er 10 manns. Hægt er að skrá sig fram að föstudeginum 4. maí næstkomandi.

Meira um Stelpur rokka!
www.stelpurrokka.org/

HÚSIÐ
Gamla Verbúðin, Eyrargata
Patreksfirði

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/194210257855306/

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is