Trú á eigin getu

Haldið 3. maí 2018. 

Dagnámskeið - kennt kl. 11:30-15:30 eða seinniparts námskeið, kennt kl. 17-21. 

Ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig enn frekar auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra. 

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, tökum ákvarðanir og hvernig við vinnum undir álagi. Því má segja að gott sjálfstraust sé lykill að velgengni. 

Um er að ræða þjálfunarnámskeið þar sem áherslan er lögð á aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Þá verður einnig fjallað um áhrif hugarfars á hegðun og líðan.
Kennsla verður í formi fyrirlestra, umræðna og æfinga. 

Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur.
Tími: Kennt fimmtudaginn 3. maí 2018 kl. 11:30-15:30.
Staður: Félagsheimili Patreksfjarðar.
Verð: 24.900 kr. ATH. Námskeiðið er frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem greiða til VerkVest Það er einnig frítt fyrir þá starfsmenn Vesturbyggðar sem eru í FosVest. Þeir sem nýta sér þetta eru beðnir að setja upplýsingar um vinnustað í reitinn "viðbótarupplýsingar" á skráningarforminu. 

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is