Bókasafn Vesturbyggðar komið á leitir.is
Nýlega voru öll þrjú bókasöfnin í sveitarfélaginu sameinuð í eitt safn, bókasafn Vesturbyggðar. Nú er sameinaða safnið einnig til á leitir.is.
Skrifað: 22. október 2024
Það þýðir að nú er hægt að fara inn á slóðina vesturbyggd.leitir.is og leita að efni á öllum þremur söfnunum samtímis. Þetta gerir leit að efni auðveldari og fljótlegri fyrir notendur.
Hvað er leitir.is?
Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni í íslenskum bóka-, lista-, minja- og ljósmyndasöfnum. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlist, myndefni, muni, listaverk, ljósmyndir og fleira. Með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum er einnig hægt að taka frá bækur sem eru í útláni, panta í millisafnaláni, framlengja lán og fleira. Ef fólk vill frekari útskýringar eða sýnikennslu er bara að koma við á einu safnanna.