Hoppa yfir valmynd

Foreldra­nám­skeiðið Uppeldi sem virkar

Auglýst er eftir þátt­tak­endum á foreldra­nám­skeiðið Uppeldi sem virkar — færni til fram­tíðar. Námskeiðið er sérstak­lega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst er við viður­kennd fræði og vel rann­sak­aðar aðferðir.


Skrifað: 23. janúar 2025

Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar.

Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið byggir á Uppeldisbókinni.

Umsögn frá þátttakanda:

Flott námskeið sem fær mann til að staldra við í núinu og skoða hvað maður getur bætt. Ég er mjög ánægð að hafa tekið þetta námskeið. Það hjálpaði mér að aðstoða dóttir mína að verða stóra systir. T.d. með að hafa aukna þolinmæði gagnvart henni á þessum erfiða tíma.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig er hægt að:

  • Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika
  • Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni
  • Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu
  • Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt
  • Kenna börnum æskilega hegðun
  • Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi

Hagnýtar upplýsingar um námskeiðið:

  • Tímasetning: Fimmtudögum, fjögur skipti frá 6. febrúar til 27. febrúar kl. 16:30-18:30.
  • Þátttökugjald: 8000 kr. einstaklingur, 12000 kr. par. Námskeiðsgögn eru innifalin. Hvetjum foreldra til að mæta saman. Athugið að oft er hægt að sækja um endurgreiðslu frá stéttarfélagi.
  • Skráning: Skráning fer fram hjá Theodóru, félagsráðgjafa á fjölskyldusviði, og veitir hún einnig nánari upplýsingar.
  • Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu: Nafn/nöfn þátttakanda/enda, greiðandi og kennitala greiðanda.
  • Leiðbeinendur: Theodóra, félagsráðgjafi, og Lilja Björk, deildarstjóri stoðþjónustu Patreksskóla.