Íbúafundur um ofanflóðavarnir á Patreksfirði
Opið hús og íbúafundur um fyrirhugaðar ofanflóðavarnir við Stekkagil og Sigtún verða haldin þriðjudaginn 11. nóvember á Patreksfirði.
Skrifað: 8. nóvember 2025
Íbúum á Patreksfirði er boðið að kynna sér fyrirhugaðar ofanflóðavarnir við Stekkagil og Sigtún þriðjudaginn 11. nóvember. Opið hús verður í Ráðhúsinu kl. 15:30–16:30 þar sem unnt verður að skoða gögn og ræða við fulltrúa verkefnisins. Kl. 18:00–19:30 verður haldinn opinn íbúafundur í félagsheimilinu á Patreksfirði.
Á fundinum verður kynnt frumathugun á snjótæknilegri hönnun varna og tillögur að landmótun og mótvægisaðgerðum á svæðinu. Frumathugunina kynnir Gísli S. Pétursson frá Verkís, Aðalheiður Kristjánsdóttir frá Landmótun fjallar um mótvægisaðgerðir og Kristín Martha Hákonardóttir frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu fer yfir tímalínu verkefnisins.
Fjóla Jóhannesdóttir frá Framkvæmdasýslu ríkisins verður einnig á fundinum. Öll eru hjartanlega velkomin.
