Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Kross­holt-Lang­holt - grennd­arkynning

Á 102. fundi skipu­lags- og umhverf­is­ráðs Vest­ur­byggðar þann 11.01.23 var samþykkt að grennd­arkynna erindi um deili­skipu­lags­breyt­ingu Lang­holts-Kross­holts skv. samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga.


Skrifað: 27. febrúar 2023

Á fundinum var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Þórði Sveinssyni og Silju B. Ísafoldardóttur, dagsett 20. desember 2022. Í erindinu er sótt um stækkun og breytingu á afmörkun byggingareitar á lóð með landeignanúmerinu L221595. Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Langholts – Krossholts.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytingu á deilskipulagi Langholts – Krossholts. Grenndarkynnt verður fyrir landeigenda Haga, L139802, lóðarhöfum að Langholti 1 L233020, Krossholt L139837 og Krossholt Iðnaðarlóð L139840 og leitað umsagnar hjá Fiskistofu sbr. 33. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 vegna fjarlægðar frá fiskveiðiá.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Athugasemdum skal skila skriflega til skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður eða á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is eigi síðar en 3.apríl 2023.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is/+354 575 5300