Styrkir til menningar- og ferðamála
Auglýst er eftir umsóknum vegna styrkja bæjarráðs til menningar- og ferðamála.
Umsóknarfrestur fjórðu og síðustu úthlutunar ársins er til og með 1. desember. Sótt er um í gegnum íbúagátt Vesturbyggðar, hlekkur er efst á heimasíðunni.
Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér gaumgæfilega úthlutunarreglur sjóðsins. Nánari upplýsingar veitir menningar- og ferðamálafulltrúi.