Félagsleg heimaþjónusta

Markmið þjónustunnar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Heimaþjónusta er veitt þeim sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald vegna skertrar getu eins og veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar.

Gjald er tekið fyrir heimaþjónustuna og fer upphæðin eftir tilteknum tekjuviðmiðum. Þeir sem eru undir lágmarks tekjumörkum fá þjónustuna gjaldfrjálst en þeir sem eru yfir efri tekjumörkum greiða fullt verð fyrir þjónustuna. Miðað er við tekjur næstliðins árs.

Hér eru má nálgast reglur Vesturbyggðar um félagslega heimaþjónustu (PDF 50 KB).

 

Einnig er hér umsókn um félagsþjónustu (DOC 400 KB) skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og skv. lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.

 

Senda má umsóknina á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is.

Félagsmálastjóri Vesturbyggðar, Arnheiður Jónsdóttir, veitir frekari upplýsingar í síma 450 2300.

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is