Félagsleg þjónusta í Vesturbyggð

1 af 4

Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa, að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar. Veita skal íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og jafnframt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Aðstoð og þjónusta skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf.

Félagsleg þjónusta í Vesturbyggð er veitt í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, barnaverndarlög nr.80/2002, lög um málefni aldraðra nr. 125/1999, lög um málefni fatlaðra nr. 40/1991, lög um húsnæðismál nr. 44/1998, lög um húsaleigubætur nr. 138/1997 og önnur lög eftir því sem við á hverju sinni.
Félagsmála- og barnaverndarnefndir fara með málefni félagsþjónustu í umboði bæjarstjórnar.

Yfirmaður félagsþjónustunnar er Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri arnheidur[hja]vesturbyggd.is.

Skrifstofa félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu er að Aðalstræti 75, Patreksfirði sími 450-2300

Barnaverndarnefnd:
Tilkynningum vegna barnaverndarmála utan skrifstofutíma má koma á framfæri með milligöngu neyðarlínunnar í síma 112.


Þagnarskylda

Fulltrúar félagsmála- og barnaverndarnefndar og starfsmenn félagsþjónustu eru bundnir þagnarskyldu um einkamál og hagi þeirra sem njóta þjónustunnar. Þagnarskyldan helst þegar viðkomandi lætur af störfum.


Gagnlegir vefir stofnana og félagasamtaka:

112 og aðrir neyðarsímar og upplýsingasímar

Upplýsingar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði
Alþjóðahús

Alnæmissamtökin
Áfengis- og vímuefnavandi - hjálparsamtök
Félag einstæðra foreldra
Félagsmálaráðuneyti
Fjölmenningarsetur
Geðhjálp
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Hitt húsið
Heyrumst - upplýsingavefur Barnaheilla Save the Children fyrir börn og unglinga
Icelandic online - íslenskukennsla fyrir byrjendur
Jafningjafræðslan
Kvennaathvarfið
Lýðheilsustöð
Lögfræðiaðstoð Orators - félags laganema
Lögmannavaktin
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna
Samtökin 78 - félag lesbía og homma á Íslandi
Stígamót
Tryggingastofnun
Vinnumálastofnun
www.island.is
PIERWSZE KROKI NA ISLANDII Your first steps in Iceland Fyrstu skrefin á Íslandi

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is