Húsnæðismál

Eftir því sem kostur er og þörf er á, skal sveitarfélagið tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna. Félagsmálanefndir skulu sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.

Leiguíbúðir í eigu sveitarfélagsins eru í umsjá Fasteigna Vesturbyggðar. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Vesturbyggðar hjá Önnu Stefaníu (vesturbyggd@vesturbyggd.is) og umsóknareyðublöð sem einnig eru hægt að nálgast hér á heimasíðunni.


Reglur Vesturbyggðar um niðurfellingu fasteignaskatts og fráveitugjalds
Bæklingur um húsaleigubætur  
Bæklingur um húsaleigubætur á ensku - RENT BENEFIT BOOKLET, INFORMATION IN ENGLISH
Húsaleigusamningur á íslensku (pdf-skjal)
Rafrænn húsaleigusamningur (excel-skjal)
Húsaleigusamningur á ensku - LEASE - RESIDENTIAL PREMISES
Húsaleigusamningur á pólsku - UMOWA NJAMU LOKALU MIESZKALNEGO
Lög um húsaleigubætur
Reikna út húsaleigubætur

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is