Alţjóđadagur landvarđa 31. júlí

Vissir þú að alþjóðadagur landvarða er 31. júlí? Þessi dagur er til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða  um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins.

Í tilefni dagsins ætla landverðir að bjóða í fræðslugöngu í friðlandinu Vatnsfirði í Lambagil sunnudaginn 31. júlí. Mæting er við Hótel Flókalund kl. 13:00. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, vera í góðum skóm og hafa með sér vatn og nesti.

Gangan er miðlungs létt. Áætlað er að gangan taki 4 klst. Upplýsingar í síma 822-4019.

Hlökkum til að sjá ykkur
Landverðir


Meira

Tiltekt á Rauđasandi

Landeigendur, Umhverfisstofnun og Vesturbyggð stóðu fyrir ruslahreinsun á Rauðasandi 2. júlí sl. annað árið í röð. Auglýst var eftir sjálfboðaliðum og tóku alls 17 manns þátt í hreinsuninni. Byrjað var þar sem frá var horfið á síðasta ári. Alls var hreinsað á um 4 km svæði og söfnuðust 20 m3 af rusli á þremur klukkustundum. Eins og í fyrra sumar þá var lang mest af ruslinu tengt sjávarútvegi og einnig einnota drykkjaumbúðir úr plasti og gleri.


Meira

Vatnslaust

Vatnslaust er frá Aðalstræti 50 - 63

Unnið er að viðgerð og reynt verður að koma vatni á eins fljótt og mögulegt er.


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is