Patreksdagurinn 2018

Patreksdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Patreksfirði laugardaginn 17. mars. 

Klukkan 16:00 verður teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn sýnd í Skjaldborgarbíói og klukkan 20:00 verður kvöldskemmtun í Skjaldborgarbíói þar sem Svavar Knútur mun skemmta með aðstoð heimamanna.

Albína, Gillagrill og Fjölval munu vera með skemmtileg tilboð í tilefni dagsins.

Dagskráin er öllum opin og í boði Vesturbyggðar


Meira

Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2030 - Endurskoðun

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni:

Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2030-endurskoðun

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Haldnir hafa verið þrír kynningarfundir um verkefnið þann 9. og 10. janúar á Patreksfirði og Bíldudal og á Birkimel 2. mars. Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum bæjarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2018 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.


Meira

Auglýsing starfsleyfis Kalkþörungafélagsins á Bíldudal

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. Bíldudal. Núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins, er rennur út 2022, heimilar framleiðslu á allt að 50.000 tonnum af kalki á ári. Nú er sótt um að auka framleiðsluna upp í 85.000 tonn.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. apríl 2018.


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is