Frćđslufundur um umhverfismál á sjó og í höfnum

Vesturbyggð í samstarfi við Umhverfisstofnun mun standa fyrir fræðslufundi um umhverfismál og bætta umgengni á sjó og í höfnum. Fjallað verður um:

  • Meðhöndlun og flokkun sorps
  • Áhrif úrgangs á lífkeðju hafsins
  • Umhverfisvæn efnanotkun
  • Hvernig getum við dregið úr mengun hafsins

Fundurinn verður haldinn á Bæjarskrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63, fimmtudaginn 11. febrúar kl: 18:00

Fyrirlesari verður Hákon Ásgeirsson starfsmaður Umhverfisstofnunar. Fundurinn er ætlaður sjómönnum og konum, starfsmönnum á hafnarsvæðum og öllum þeim sem áhuga hafa á umhverfismálum og bættri umgengni við hafið. Fundurinn er hluti af bláfánaverkefni fyrir Patrekshöfn og Bíldudalshöfn.

 

Hafnarstjóri


Meira

Útibú Lyfju hf. Patreksfirđi - Umsjónarmađur verslunar

Við leitum að metnaðarfullum og skipulögðum starfsmanni til að hafa umsjón með versluninni. Starfið felst m.a. í yfirumsjón með uppstillingu á vörum, fylgjast með sölutölum og stjórna pöntunum á vörum með sjálfvirku pöntunarkerfi í samræmi við ákvarðanir fyrirtækisins. Samskipti við birgja varðandi vörur í versluninni í samráði við verslana- og markaðssvið Lyfju hf. Yfirumsjón með að verslunin sé hrein og snyrtileg. Veitir ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.

Vinnutíminn er frá 12:00-17:00 alla virka daga.


Meira

Skólahald fellur niđur í leik-og grunnskólum

Skólahald fellur niður í Vesturbyggð í dag vegna veðurs og ófærðar.


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is