Fréttir

Vatnslaust

Vatnið verður tekið af Strandgötu/Króki klukkan 16:00 í dag vegna vinnu við endurnýjun lagna.


Meira

Breyting á ađalskipulagi - skipulagslýsing fyrir Brjánslćk

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar

Hafin er undirbúningur við gerð deiliskipulags Brjánslæk en um er að ræða tvær tillögur. Annars
vegar við höfnina og Flókatóftir og hins vegar ofan vegar við Prestsetrið. Deiliskipulagstillaga þessi
kallar á breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006‐2018.

Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á lóð vestan við
prestsetrið þar sem reisa á 16 smáhýsi/gistihús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Prestbústaðnum
verður breytt í sýningarrými og kaffihús.


Meira

Surtarbrandsgil Opnun sýningar á Brjánslćk

image

Umhverfisstofnun í samstarfi við ábúendur á Brjánslæk hafa sett upp sýningu um jarðsögu náttúruvættisins Surtarbrandsgils í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk. Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 en gilið er einn merkasti fundarstaður plöntusteingervinga á Íslandi. Þar hafa verið greindar um 65 tegundir plantna. Á sýningunni eru steingervingar og surtarbrandur til sýnis.

Landverðir ætla að bjóða upp á leiðsögn um sýninguna laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. ágúst milli kl. 15:30 – 17:00. Einnig verður farið í gönguferðir í Surtarbrandsgil með landverði kl. 13:00 báða dagana. Gengið er frá miðasölu Baldurs og tekur gangan um 2 ½ klst. Aðgangur ókeypis.

Landverðir


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is