Myndaalbúm

Rafhlöđukyndillinn! Átaksverkefni 10. bekkjar í Patreksskóla

Nemendur 10. bekkjar í Patreksskóla hafa undanfarið unnið í eðlisfræði að átaksverkefninu ,,Rafhlöðukyndillinn¨ með það að markmiði að fá alla bæjarbúa, einstaklinga og fyrirtæki til að skila notuðum rafhlöðum og rafhlöðuhnöppum í endurvinnslu til verndar náttúrunni, en rafhlöður innihalda hættulegar sýrur og þungamálma.

Krakkarnir eru búnir að halda kynningu í öllum bekkjum Patreksskóla, heimsækja Ásthildi bæjarstjóra, fyrirtæki og og verslanir og gefa hvatningarkort sem þau bjuggu sjálf til sem hafa verið hengd upp um allan skólann og á viðkomandi stöðum en þar má m.a. sjá yfirkrossaða ruslatunnumerkið, táknið sem þýðir: ,,Ekki henda í ruslið.¨

Alls staðar fengu þau frábærar viðtökur og bæjarbúar geta nú líka skilað rafhlöðum í Albínu, Fjölval og Loga auk Sorpu.

Verkefnið heitir ,,Rafhlöðukyndillinn,¨ því markmiðið er að kyndillinn fari milli skóla á landinu og er myndin fyrir ofan af formlegri afhendingu til nemenda í Bíldudalsskóla, sem munu svo koma kyndlinum áfram til annars skóla o.s.frv.  Fylgst verður svo með ferðum kyndilsins og merkt inná Íslandskort.


Meira

Bćjarstjórn ályktar um snjómokstur

Á 280. Fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar sem haldinn var í gær var eftirfarandi bókun samþykkt:

 “Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir áhyggjum vegna þess ástands sem upp er komið í snjómokstursmálum á sunnanverðum Vestfjörðum. Sýnilegt er að tækjakostur Vegagerðarinnar annar engan veginn því álagi og snjómagni sem nú er. Einbreið leið er milli Bíldudals og Patreksfjarðar sem og frá Patreksfirði yfir á Barðaströnd. Þá er ekki hægt að treysta á að búið sé að ryðja leiðina milli þéttbýlisstaðanna snemma að morgni sem er óboðlegt þar sem sunnanverðir Vestfirðir eru eitt atvinnusvæði.

 Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Vegagerðina að gera úrbætur á tækjakosti sínum og fyrirkomulagi snjómoksturs á sunnanverðum Vestfjörðum, til hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki.”


Meira

Kynning vegna breytinga á Ađalskipulagi Vesturbyggđar

Kynning vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi:

Aðalskipulagsbreyting, íbúðarsvæði við Lönguhlíð og verslunar- og þjónustusvæði á Patreksfirði.

Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt en einnig lagfæring á landnotkunarreit V4 á Patreksfirði en hann er stækkaður miðað við núverandi ástand.

Breytingin verður til sýnis á skrifstofu tæknideildar Vesturbyggðar að Aðalstræti 75 mánudaginn 22. desember frá 15-17.

Tillagan verður síðan auglýst formlega í kjölfarið og gefst þá frestur til að gera athugasemdir við tillöguna.

Óskar Örn Gunnarsson

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Atburđadagatal
« 2014 »
« Desember »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Nćstu atburđir
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is