H˙saleigubŠtur

Þann 1.janúar 2017 munu ný lög um húsaleigubætur taka gildi og mun þá Greiðslustofa húsaleigubóta taka við því hlutverki  að greiða húsnæðisbætur fyrir allt landið. 

Þjónustskrifstofa þeirra er á Sauðárkróki og tók hún formlega til starfa 16.nóv.sl. Opnað var fyrir umsóknir þann 21. nóv. 2016. Frestur til að skila inn umsóknum fyrir janúar er til 20.jan 2016


Meira

Uppbyggingarsjˇ­ur Vestfjar­a

image

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Uppbyggingasjóði fyrir árið 2017. Hægt er að sækja um verkefnastyrki til menningarmála, styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna, og stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 9. janúar 2017.

Sótt er um með því að smella á þennan texta. Þá opnast rafræn uppsóknareyðublað. Hægt er að vista umsóknina. Það er gert með því að skrá netfangið í umsóknina og segja já við spurningunni „Viltu vista umsóknina?“ neðarlega í umsókninni. Þú getur haldið áfram að breyta og bæta umsóknina alveg til miðnættis 9. janúar, mundu bara að vista umsóknina eftir breytingar.


Meira

SamfÚlagsstyrkir Orkub˙s Vestfjar­a 2016

image

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en úthlutun samfélagsstyrkja er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu. 

Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.

Rétt er að minna á að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.

Verkefnin þurfa að uppfylla þau skilyrði að þau séu til eflingar vestfirsku samfélagi, en að öðru leyti er umsækjendum gefnar nokkuð frjálsar hendur varðandi verkefni. 

Miðað er við að einstakar styrkveitingar geti verið á bilinu 50.000 til 500.000,-

Umsóknum skal skilað rafrænt með því að fylla út þetta rafræna eyðublað.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember.


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbygg­ - Kt. 510694-2369 - A­alstrŠti 63 - 450 Patreksfir­i - SÝmi: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is