Húsiđ - námskeiđ

Húsið sem staðsett er í Merkisteini, Aðalstræti 72, verður með Macrame blómahengi námskeið 8. júlí næstkomandi. Það eru nokkur laus pláss, um að gera að skrá sig á það fyrir 1. júlí svo hægt sé að panta nægt efni í tæka tíð. Húsið verður með fleiri námskeið og klúbba í júlí mánuði, fylgist endilega með þeim á facebook https://www.facebook.com/husidworkshop/, á instagram https://www.instagram.com/husid_workshop/ eða á https://www.husid-workshop.com/ til að sjá hvað er á dagskrá á næstunni!"


Meira

Bćjarstjórnarfundur.

311. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 28. júní 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 310. fundur, haldinn 17. maí.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 802. fundur, haldinn 30. maí.

3.Bæjarrráð – 803. fundur, haldinn 12. júní.

4.Bæjarrráð – 804. fundur, haldinn 26. júní.

5.Velferðarráð – 14. fundur, haldinn 31. maí.

6.Fræðslu- og æskulýðsráð – 34. fundur, haldinn 20. júní.

7.Atvinnu- og menningarráð – 15. fundur, haldinn 31. maí.

  1. Hafnarstjórn – 153. fundur, haldinn 27. júní.

9.Skipulags- og umhverfisráð – 35. fundur, haldinn 26. júní.

Almenn erindi

10.Sumarfrí bæjarstjórnar 2017.


Meira

Ofanflóđavarnir á Patreksfirđi, Vesturbyggđ, Urđargata, Hólar og Mýrar

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

Vesturbyggð áformar að reisa varnargarð gegn ofanflóðum á Patreksfirði í hlíðunum fyrir ofan þéttbýlið á milli Vatnseyrar og Geirseyrar. Er það gert til þess að stuðla að bættu öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum. Vesturbyggð er framkvæmdaraðili verksins en verkefnisstjórn mats á umhverfisáhrifum er í höndum VSÓ Ráðgjafar.

Í drögum að tillögu að matsáætlun er m.a. fjallað um helstu áhrifaþætti framkvæmdarinnar og þá umhverfisþætti sem kunna að verða fyrir áhrifum. Þá verður gerð grein fyrir hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum og hvaða gögn og rannsóknir verða lögð til grundvallar matinu.

Drög að tillögu að matsáætlun hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér fyrir neðan má finna hlekki inn á þær skýrslur sem tilheyra matinu. Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um drög að tillögu að matsáætlun á netfangið audur@vso.is eða VSÓ Ráðgjöf (b.t Auður Magnúsdóttir), Borgartún 20, 105 Reykjavík

Frestur til að senda inn ábendingar er til 24. júlí n.k.

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð – Drög að tillögu að matsáætlun


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is