Laus störf

Leikskóli Vesturbyggđar auglýsir eftir leikskólasérkennara til starfa

Ef þú ert að leita eftir lifandi og skemmtilegu starfi

í góðum leikskóla í fallegu umhverfi þá ertu á réttri leið.

Leikskóli Vesturbyggðar er tveggja starfstöðva leikskóli með 70 nemendur.

Starfstöðvar hans eru Araklettur á Patreksfirði og Tjarnarbrekka á Bíldudal.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Fl. og Sambands íslenskra Sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk.


Meira

Samţykkt deiliskipulags á Látrabjargi

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti 21. janúar 2015 deiliskipulag á Látrabjargi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 26. maí 2014.. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar 2015 deiliskipulag Látrabjargs. Deiliskipulagssvæðið nær yfir þrjár jarðir í Vesturbyggð: Hvallátra, Breiðavík og Keflavík. Stærð svæðisins er alls 89,6 km2. Mörk deiliskipulags miðast við svæði sem var skilgreint sem náttúruminjar árið 2004 og er á náttúruminjaskrá hjá Umhverfisstofnun.

Hér fyrir neðan má skoða skipulagið:

Greinagerð með deiliskipulaginu

Aðaluppdráttur

Athugasemdir og svör við athugasemdum

Séruppdrættir í betri upplausn:

Deiliskipulag - Breiðavík

Deiliskipulag - Hvallátrar

Deiliskipulag - Hvallátrar - frístundabyggð

Deiliskipulag - Örlygshafnarvegur

Deiliskipulag - Bjargtangar

Deiliskipulag - Brunnar

Viðtækt samráð hefur verið við gerð deiliskipulagsins og haldnir hafa verið fjölmargir fundir í deiliskipulagsvinnunni. Í fylgiskjali 4.2 með deiliskipulagi er samráðsferlið rakið og er eftirfarandi tekið þaðan:


Meira

Fasteignagjöld 2015

Álagningu fasteignagjalda 2015 er lokið og hafa álagningarseðlar verið sendir út. Álagningarseðla má einnig nálgast á www.island.is undir kennileiti viðkomandi gjaldanda.

Sú nýbreytni verður á sorphirðu að blátunnu verður dreift við íbúðahús í þéttbýlinu á Patreksfirði og á Bíldudal, en í tunnuna á að setja pappír og pappa, dagblöð og tímarit, fernur o.fl. samkvæmt nánari leiðbeiningum sem sendar verða í hvert hús. Dreifing blátunnunnar hefst í vor.

Sjá nánari upplýsingar um álagningu fasteignagjaldanna á heimasíðunni hér.

 


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Atburđadagatal
« 2015 »
« Janúar »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nćstu atburđir
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is