Laus störf

Sumarstörf


Meira

Bćjarfulltrúar Vesturbyggđar funda međ forsvarsmönnum Fjarđalax

Bæjarfulltrúar Vesturbyggðar átti fund í morgun þar sem Einar Örn framkvæmdastjóri Fjarðalax kom á símafund.

Ekki fengust frekari upplýsingar frá Einari aðrar en þær sem komu fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, en frekari fregna væri að vænta innan tíðar um framtíðarstaðsetningu vinnslu. Einar taldi að áhyggjur Verkalýðsfélags Vestfirðinga af hópuppsögn á Patreksfirði væru byggðar á misskilningi. Ákveðið var af bæjarfulltrúum að leita til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um að meta áhrif af áformum fyrirtækisins.

Ákveðið var að funda að nýju fljótlega eftir páska á Patreksfirði með forsvarsmönnum fyrirtækins.


Meira

Bćjarráđ Vesturbyggđar óskar eftir fundi međ forsvarsmönnum Fjarđalax

Vegna atburða gærdagsins kom bæjarráð Vesturbyggðar saman í morgun og bókaði eftirfandi ályktun.

728. fundur bæjarráðs
Mál - 1503057-  Hópuppsögn starfsmanna í sláturvinnslu Fjarðalax, Patreksfirði.
        

Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af hópuppsögn Fjarðalax hf. á starfsmönnum í vinnslu á Patreksfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Fjarðalax hf vegna málsins.


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Atburđadagatal
« 2015 »
« Apríl »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Nćstu atburđir
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is