Árnahús á Bíldudal til leigu

Til leigu er Langahlíð 18, Árnahús. Húsið er auglýst til langtímaleigu með kvöð um takmarkaða notkun frá 1. nóvember til 1. apríl. Skilyrði fyrir leigunni er að húsinu verði vel viðhaldið og umhverfi hússins snyrtilegt. Ekki má breyta útliti hússins nema í samráði við eigendur. Óskað er eftir tilboði í leigu á húsinu og skilgreina þarf hverskonar starfsemi eigi að fara fram í húsinu.


Meira

Bæjarstjórarfundur - frestun

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti miðvikudaginn 18. apríl nk. er frestað til mánudagsins 23. apríl nk.


Meira

Vatnslaust í dag 16.apríl milli kl. 13 og 14 - Brunnar, Balar og Stekkar

Lokað verður fyrir vatn í dag, mánudaginn 16.apríl milli kl. 13 og 14 vegna viðgerða. Hús við Brunna, Bala og Stekka verða því vatnslaus á meðan. 


Meira

Tjaldsvæði Patreksfirði - framlengdur umsóknarfrestur

Vesturbyggð óskar eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Patreksfirði í sumar. Með mögulegri framlengingu til lengri tíma.

Um er að ræða rekstur á núverandi aðstöðu tjaldsvæðisins gegn leigugreiðslu. Leitað er eftir aðila sem hefur brennandi áhuga á að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. 

Óskað er eftir tillögum um rekstrarform.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. og skal skila umsóknum á skrifstofu Veturbyggðar, merkt „Rekstur tjaldsvæðis“ eða senda umsókn á gerdur@vesturbyggd.is.  Nánari upplýsingar veitir Gerður Björk Sveinsdóttir á skrifstofu Vesturbyggðar.


Meira

Opið hús um deiliskipulagstillögu Strandgötu 1, Bíldudal

Deiliskipulagstillaga fyrir Strandgötu 1, Bíldudal verður kynnt á opnu húsi í Baldurshaga, Bíldudal miðvikudaginn 11.apríl frá 18:00-19:00.

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið.

Tillöguna má nálgast hér, þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna til 16. apríl 2018. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði.

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar 


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is