Upplýsingasíða fyrir almenningssamgöngur

Sett hefur verið upp upplýsingasíða á facebook fyrir almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar verður hægt að nálgast upplýsingar allt sem viðkemur samgöngunum. Ef fella þarf niður ferðir vegna veðurs eins og kom fyrir nú í vikunni verða upplýsingar um það framveigis settar þar inn.

Síðuna má finna hér.


Meira

Endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar og kynning á lagningu ljósleiðara á Barðaströnd - ATH breytt tímasetning!

Kynningarfundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd fimmtudaginn 1.mars n.k. kl.15. 

Megin markmið fundarins er að fá íbúa sveitarfélagsins til þess að taka virkan þátt í aðalskipulagsvinnunni og koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri varðandi aðalskipulagið.

Jafnframt mun verkefni um lagningu ljósleiðara á Barðaströnd verða kynnt íbúum.

Vonast er til að íbúar Vesturbyggðar fjölmenni á þennan fund og láta sig málið varða.


Meira

Svæðisbundin flutningsjöfnun

Opnað verður fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar 1. mars. nk. Byggðastofnun sér um úrvinnslu styrkumsókna og er tekið er við umsóknum í gegnum umsóknargátt á vef stofnunarinnar.

Markmið jöfnunarstyrkja er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.

Nánar um svæðisbundna flutningsjöfnun


Meira

Deiliskipulag - Landspilda úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði

Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst skipulagslýsing að eftirfarandi
deiliskipulagi: 
 
Landspilda úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði

Um er að ræða deiliskipulag  fyrir um 4ha spildu úr landi Fremri‐Hvestu, landnr. L:140442, rétt utan við Gölt, neðanundir svokallaðri Andahvilft. Markmiðið er að reisa frístundahús á lóðinni og er byggingarreitur u.þ.b. fyrir miðju lóðar í 100m  fjarlægð frá miðlínu vegar. Leyfilegt byggingarmagn verður ákvarðað nánar í deiliskipulagi, en má  gera ráð fyrir samanlögðu byggingarmagni 100‐150m² innan byggingarreits, í 1‐2 húsum  (frístundahús + gestahús/geymsla).  

Skipulagslýsing er í kynningu frá 29. janúar til 12. febrúar 2018 og er hægt að skila inn ábendingum og athugasemdum til sveitarfélagsins til lok dags þann 12. febrúar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar. 

Lýsinguna má sjá hér.


Virðingarfyllst
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar


Meira

Umsóknarfrestur fyrir neðangreind byggðarlög er til og með 2. febrúar 2018

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 604/2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018.

  • Bolungarvík
  • Akureyrarkaupstaður (Grímsey og Hrísey)
  • Borgarfjörður eystri
  • Djúpivogur

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum 

sbr.auglýsing (II) nr. 17/2018 í Stjórnartíðindum

  • Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður og Bíldudalur)
  • Ísafjarðarbæ (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og Ísafjörður)
  • Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður).

Umsóknareyðublað 

Samningur við vinnslu 

Vakin er athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

Nánari upplýsingar 

Umsókn skal skila í tölvupósti á byggdakvoti@fiskistofa.is

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2018


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is