Bæjarstjórnarfundur

324. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 20. júní 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá

Fundargerðir

1805004F - Bæjarstjórn - 323

1805009F - Bæjarráð - 836

1806001F - Bæjarráð - 837

1806003F - Skipulags og umhverfisráð - 48

Almenn erindi

1806003 - Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir.

1806018 - Sumarfrí bæjarstjórnar 2018


Meira

Má bjóða þér að horfa á leikinn Ísland – Argentína með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og öðrum þjóðhátíðargestum?

Forsetinn verður á Þjóðhátíð á Hrafnseyri 16. júní (ekki 17.) og horfir þar á leikinn með öðrum þjóðhátíðargestum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardagsins á Hrafnseyri verða með óvenjulegu og spennandi sniði að þessu sinni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tekur þátt í þjóðhátíðardagskránni á Hrafnseyri, heldur hátíðarræðu og fylgist með leik Íslands og Argentínu í stóru hátíðartjaldi ásamt gestum.


Meira

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Fjarðalax ehf. í Patreks- og Tálknafirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. vegna laxeldis í Patreks- og Tálknafirði. Um er að ræða breytingu á staðsetningu eldissvæðis fyrirtækisins í Patreksfirði, viðauki I og II. 

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) frá eldinu og muni berast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli. Breyting á eldissvæði mun ekki breyta afstöðu Umhverfisstofnunar hvað varðar lífrænt álag enda munu kröfur um vöktun í starfleyfi haldast óbreyttar. Er það einnig mat stofnunarinnar að breytingin væri ekki líkleg til að auka á lífrænt álag í firðinum heldur sé hún til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisaðstæðum. 


Meira

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Patreks- og Tálknafirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. vegna laxeldis í Patreks- og Tálknafirði. Um er að ræða breytingu á staðsetningu eldissvæðis fyrirtækisins í Patreksfirði, viðauki I og II. 

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) frá eldinu og muni berast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanleg áhrif á umhverfið. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli. Breyting á eldissvæði mun ekki breyta afstöðu Umhverfisstofnunar hvað varðar lífrænt álag enda munu kröfur um vöktun í starfleyfi haldast óbreyttar. Er það einnig mat stofnunarinnar að breytingin væri ekki líkleg til að auka á lífrænt álag í firðinum heldur sé hún til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisaðstæðum. 


Meira

Bæjarstjórnarfundur

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Vesturbyggðar verður haldinn mánudaginn 11. júní 2018 að Aðalstræti 63, Patreksfirði og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

1. Stjórnsýsla Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is