Hoppa yfir valmynd

Um skólann

Leik­skólinn Araklettur er þriggja deilda leik­skóli: Klettur fyrir börn frá 14 mánaða til 5 ára.

Leik­skólinn var byggður árið 1984 og tók til starfa 23. sept­ember það ár.

Áður en leik­skólinn var byggður var starf­ræktur gæslu­völlur á sama stað og leik­skólinn stendur nú frá árinu 1965.

Árið 1979 var rekinn leik­skóli í anddyri félags­heim­ilis Patreks­fjarðar.

Nafnið Araklettur hlaut leik­skólinn á 10 ára afmæli sínu þegar efnt var til samkeppni um nafn meðal starfs­fólks. Nafnið er dregið af örnefni í grennd skólans. Á fyrri hluta síðustu aldar var sjómaður er lagði upp við kletta­drang sem skagaði fram í sjó fyrir um það bil miðju þorpinu. Síðan var klett­urinn kall­aður Araklettur. Frá þessum tíma hafa orðið miklar breyt­ingar, hluti klettsins sprengdur og vegur kominn fyrir framan hann ásamt mikilli uppfyll­ingu. Leik­skólinn stendur nú á þessari fyll­ingu í nálægð við klettinn. Á hinn veginn við leik­skólann er svæði sem nefnist “Krókur”.Deild­irnar þrjár á Arakletti, yngsta deildin Klettur, miðdeildin Krókur og elsta deildin Kot.