Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, mánudaginn 23. apríl 2018 og hefst kl. 17:00.

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 319. fundur, haldinn 21. mars.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 831. fundur, haldinn 6. apríl.

3.Bæjarráð – 832. fundur, haldinn 18. apríl.

4.Atvinnu- og menningarráð – 20. fundur, haldinn 9. apríl.

5.Hafnarstjórn – 158. fundur, haldinn 26. mars.

Almenn erindi

6.Ársreikningur 2017 – fyrri umræða.


Meira

Stelpur rokka! Rokkbúðir 12.-13.maí

Þessi skemmtilega, tveggja daga vinnustofa, verður haldin í Húsinu dagana 12. og 13. maí næstkomandi fyrir stúlkur í 8., 9. og 10. bekk.*
Í rokkbúðunum lærir þú á hljóðfæri, spilar í hljómsveit, semur eigið lag og tekur þátt í spennandi vinnusmiðjum um tónlist og femínisma!
Þú þarft ekki að kunna að hlóðfæri til að taka þátt!
Stelpur rokka! eru sjálfboðaliða­ rekin samtök sem efla og styrkja stelpur, konur og trans fólk með tónlist og jafnréttisfræðslu.

* Stelpur (cís og trans) trans strákar, kynsegin og intersex krakkar velkomnir

Aðgangseyrir fyrir rokkbúðirnar er valfrjáls en viðmiðunarþátttökugjald er 9.500 kr. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði.
Hádegismatur í boði báða dagana fyrir þá sem vilja, fyrir samtals 3.000 kr.

Hafið samband í síma 695-7620 eða netfangið hello@husid-workshop.com eða hér til að staðfesta þáttöku. Hámarksfjöldi er 10 manns. Hægt er að skrá sig fram að föstudeginum 4. maí næstkomandi.

Meira um Stelpur rokka! 
www.stelpurrokka.org/

HÚSIÐ
Gamla Verbúðin, Eyrargata
Patreksfirði

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/194210257855306/

 


Meira

Árnahús á Bíldudal til leigu

Til leigu er Langahlíð 18, Árnahús. Húsið er auglýst til langtímaleigu með kvöð um takmarkaða notkun frá 1. nóvember til 1. apríl. Skilyrði fyrir leigunni er að húsinu verði vel viðhaldið og umhverfi hússins snyrtilegt. Ekki má breyta útliti hússins nema í samráði við eigendur. Óskað er eftir tilboði í leigu á húsinu og skilgreina þarf hverskonar starfsemi eigi að fara fram í húsinu.


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is