Vesturbyggð styrkir einn nemanda til náms við Lýðháskólann á Flateyri

Vesturbyggð hefur gert samning við Lýðháskólann á Flateyri þess efnis að sveitarfélagið auglýsir eitt skólapláss laust fyrir nemanda við skólann og um leið niðurgreiðir sveitarfélagið alfarið skólagjöld fyrir viðkomandi nemanda skólaárið 2018-2019.

Um plássið geta allir þeir einstaklingar sótt sem náð hafa 18 ára aldri í september á þessu ári og uppfylla eitthvert af eftirfarandi skilyrðum:

Einstaklingur búsettur í Vesturbyggð eða frá Vesturbyggð

Sótt er um skólaplássið á vef skólans.  

Þegar sótt er um er nauðsynlegt að í dálkinum Er fleira sem þú vilt að komi fram? sé tekið fram að umsóknin vísar á skólapláss auglýst af Vesturbyggð. Einnig skulu tengsl umsækjanda við Vesturbyggð tekin fram. 

Ákvörðun um val á umsækjendum verður í höndum Lýðháskólans á Flateyri. 

Ef þörf er á nánari upplýsingum um umsóknina eða annað, er velkomið að hafa samband við Helenu Jónsdóttur, skólastjóra Lýðháskólans á Flateyri í síma 661 7808 eða með tölvupósti á skolastjori@lydflat.is.

Nánari upplýsingar um Lýðháskólann á Flateyri, námið og annað er að finna á vef skólans www.lydflat.is.


Meira

Þrif á bæjarskrifstofu - afleysing

Auglýst er eftir afleysingu í þrif á bæjarskrifstofu Aðalstræti 63 á tímabilinu 4.-8. júní og 22. júní til 3. ágúst nk. 

Nánari upplýsingar veitir Gerður á bæjarskrifstofunni. Umsóknir skulu sendar á gerdur@vesturbyggd.is 


Meira

Greining á uppbyggingu innviða, aðstöðusköpunar og uppbyggingar þjónustu í Vesturbyggð

Undanfarin tvö ár hefur Vesturbyggð unnið að verkefni sem miðar að því að kortleggja stöðu atvinnureksturs í sveitarfélaginu og hvernig hægt er til framtíðar að skapa aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem hafa hug á að efla sinn rekstur enn frekar innan sveitarfélagsins auk aðstöðusköpunar fyrir ný fyrirtæki. Með auknu fiskeldi og aukin umsvif í öðrum atvinnugreinum hefur orðið viðsnúningur í atvinnumálum í Vesturbyggð. Þetta hefur einnig gert það að verkum að sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxtaverkjum m.t.t innviða eins og á hafnarsvæðum og á fasteignamarkaði svo dæmi séu nefnd.

Verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi á Bíldudal þann 19. september 2017 og voru í nóvember 2017 haldnir fundir með stærri fyrirtækjum á svæðinu, einnig voru haldnir opnir fundir með öðrum hagsmunaaðilum.

Nú liggja fyrir drög að þremur fyrstu köflum skýrslunnar þar sem farið er yfir niðurstöður samráðs við atvinnulífið ásamt greiningu innviða og samfélags. Það skal tekið fram að skjalið er ennþá á vinnslustigi m.a. liggja ekki allar greiningar fyrir að svo stöddu m.a. varðandi sorpmál, frekari upplýsingar varðandi raforkumál og uppfærðar tölur varðandi samgöngur.

Íbúum og fyrirtækjum er gefin kostur á að senda inn athugasemdir og/eða ábendingar við skýrsluna til 15. júní nk. Hægt er að senda athugasemdir annars vegar á netfangið gerdur@vesturbyggð.is eða á netfangið eva.dis.thordardottir@efla.is 

Skýrsluna má finna hér.


Meira

Fræðslukvöd um jarðgerð í Skjaldborg

Vesturbyggð ætlar að halda fræðslukvöld um moltugerð í heimahúsum, fyrir alla sem hafa áhuga. Hildur Dagbjört Arnardóttir verður með fyrirlestur og svarar spurningum um moltugerð. Allir sem áhuga hafa á moltugerð og almennri umhverfisvernd eru velkomnir.

Skjaldborgarbíó þriðjudaginn 22. maí kl 18

Vesturbyggð er í tilraunaverkefni varðandi moltugerð í heimahúsum og fyrir ári síðan fengu 20 heimili tunnur frá sveitarfélaginu.  Nú er ætlunin að útvíkka verkefnið og bjóða öðrum 15 heimilum að taka þátt í verkefninu. Hér með er auglýst eftir heimilum sem vilja taka þátt í verkefninu og mun Vesturbyggð leggja til moltugerðartunnu gegn samningi við heimilið um moltugerðina.

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Davíð Rúnar slokkvilid@vesturbyggd.is

Kveðja

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð


Meira

Slökkvibifreið

Bæjarráð ákvað á fundi sínum í dag að kaupa slökkvibíl að gerðini Man TGS 540 frá Feuerwehrtechnik í Þýskalandi. Bíllinn er með tvöföldu húsi 4.000 lítrum af vatni og 400 litrum froðu. Dælan er 4.000 l/mín og á toppi er monitor og ljósamastur. Í bílnum verða 3 reykköfunarstólar, klippur, lyftipúðar og almennur búnaður til slökkvistarfa.

 Þetta verður góð viðbót við búnað slökkviliðsins sem ávalt er er að uppfæra búnaði sinn.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is