Auglýsing starfsleyfis Kalkþörungafélagsins á Bíldudal

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. Bíldudal. Núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins, er rennur út 2022, heimilar framleiðslu á allt að 50.000 tonnum af kalki á ári. Nú er sótt um að auka framleiðsluna upp í 85.000 tonn.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. apríl 2018.


Meira

Vestfjarðastofa leitar af nýjum starfsmanni

Vestfjarðastofa auglýsir eftir verkefnastjóra með starfsstöð á Patreksfirði. Verkefnastjóri mun sinna verkefnum sem varða atvinnulíf og byggðaþróun á Vestfjörðum svo sem samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.
Vestfjarðastofa er að leita að verkefnastjóra sem hefur samskiptahæfni, frumkvæði og aðlögunarhæfni í breytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Mikilvægt er að verkefnastjóri geti unnið bæði sjálfstætt og sem hluti af teymum.


Meira

Aukning flugferða á Bíldudal

Frá og með 1. mars mun flugfélagið Ernir auka við þjónustu sína og bæta við ferð á fimmtudögum og verður flogið tvisvar þá daga.

Flugtímar verða eftirfarandi:

Morgunflug

RKV-BIU 09:30-10:10

BIU-RKV 10:30-11:10

Síðdegisflug

RKV-BIU 16:45-17:25

BIU-RKV 17:45 -18:25


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 21. febrúar 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 318. fundur, haldinn 24. janúar.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 827. fundur, haldinn 5. febrúar.

3.Bæjarráð – 828. fundur, haldinn 20. febrúar.

4.Atvinnu- og menningarráð – 19. fundur, haldinn 5. febrúar.

5.Fræðslu- og æskulýðsráð – 39. fundur, haldinn 15. febrúar.

6.Skipulags- og umhverfisráð – 44. fundur, haldinn 15. febrúar.


Meira

Upplýsingasíða fyrir almenningssamgöngur

Sett hefur verið upp upplýsingasíða á facebook fyrir almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar verður hægt að nálgast upplýsingar allt sem viðkemur samgöngunum. Ef fella þarf niður ferðir vegna veðurs eins og kom fyrir nú í vikunni verða upplýsingar um það framveigis settar þar inn.

Síðuna má finna hér.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is