Umsóknarfrestur fyrir neðangreind byggðarlög er til og með 2. febrúar 2018

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 604/2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018.

  • Bolungarvík
  • Akureyrarkaupstaður (Grímsey og Hrísey)
  • Borgarfjörður eystri
  • Djúpivogur

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum 

sbr.auglýsing (II) nr. 17/2018 í Stjórnartíðindum

  • Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður og Bíldudalur)
  • Ísafjarðarbæ (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og Ísafjörður)
  • Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður).

Umsóknareyðublað 

Samningur við vinnslu 

Vakin er athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

Nánari upplýsingar 

Umsókn skal skila í tölvupósti á byggdakvoti@fiskistofa.is

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2018


Meira

Verðfyrirspurn vegna lagningu ljósleiðara á Barðaströnd

Vesturbyggð óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi einingarverð í eftirfarandi vinnuþætti vegna fyrirhugaðrar vinnu við lagningu ljósleiðara á Barðaströnd, frá Holti að Brjánslæk, á árinu 2018.

Verkið felst í plægingu stofni ljósleiðara, plæging á heimtaugum, frágangur í brunnum, splæsing ljósleiðara og tenging við símstöð.

Helstu magntölur:

Heildarplæging á stofni 30 km.  Plæging á heimtaugum 11 km. 20 stk brunnar. 

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á gerdur@vesturbyggd.is

Skila á gögnum á skrifstofu Vesturbyggðar fyrir klukkan 11:00 föstudaginn 2. febrúar 2018 merktum „ljósleiðaralögn á Barðaströnd 2018“ eða í tölvupósti á netfangið gerdur@vesturbyggd.is


Meira

Klippikort Vesturbyggðar 2018 – móttaka sorps á gámastöðvum

1 af 2

Öllum eigendum fasteigna í Vesturbyggð sem greiða sorpeyðingargjald til sveitarfélagsins verður afhent klippikort fyrir gjaldskyldan heimilisúrgang (sjá flokkun hér fyrir neðan) sem losa má á gámastöðvum á Patreksfirði og á Bíldudal. Kortið verður afhent á bæjarskrifstofunni á Patreksfirði og á skólaskrifstofunni á Bíldudal. Þeir sem ekki eiga þess kost að sækja sitt kort á framantalda staði geta fengið kortið sent í pósti til sín. Tilkynna má um þá ósk í síma 4502300 eða senda tölvupóst á vesturbyggd@vesturbyggd.is. Ónýtt klippikort frá árinu 2017 gildir áfram.

 


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður að Aðalstræti 63, Patreksfirði,, miðvikudaginn 24. janúar 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 317. fundur, haldinn 7. desember.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 824. fundur, haldinn 18. desember.

3.Bæjarráð – 825. fundur, haldinn 9. janúar.

4.Bæjarráð – 826. fundur, haldinn 23. janúar.

5.Fræðslu- og æskulýðsráð – 38. fundur, haldinn 9. janúar.

6.Skipulags- og umhverfisráð – 42. fundur, haldinn 11. desember.

7.Skipulags- og umhverfisráð – 43. fundur, haldinn 10. janúar.


Meira

Bæjarstjórarfundur - frestun

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti miðvikudaginn 17. janúar 2018 er frestað um eina viku og verður haldinn miðvikudaginn 24. janúar 2018.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is