Göngu- og hjóla­leiðir

Sunn­an­verðir Vest­firðir eru kjör­lendi göngu­fólks. Hægt er að finna göngu­leið við allra hæfi, allt frá léttri fjöru­ferð til brattra fjalls­hlíða. Margir fáfarnir dalir geyma leynd­ar­dóma, jafnvel volgar uppsprettur og syðst í sveit­ar­fé­laginu rís stærsta fugla­bjarg Evrópu þar sem auðvelt er að gleyma sér.

Gönguleiðir í Barðastrandarhreppi

BARDA­STRAND­AR­HREPPUR.NET er vefur til að vekja athygli á gamla Barða­strand­ar­hreppi sem stað til að dvelja á og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Í gegnum tíðina hefur Barða­strand­ar­hreppur verið gegn­um­streym­is­staður sem fólk á gjarnan leið um á leið sinni annað. Í Haga­vaðli, sem þá hét Vaðall, var hafskipa­höfn framan af öldum og ferðir fólks lágu til allra átta þaðan og liggja enn. Heim­ildir vitna um báta sem hafðir voru uppi á Barða­strönd sem fluttu fólk yfir Breiða­fjörðinn og víðar. Alfara­leið­irnar liggja ekki síður um láð en land.