Haustmarkaður á Tálknafirði
laugardaginn 8. nóvember kl. 14:00–17:00
Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar
Sjá á korti
Um að gera að setja sig í haustgírinn og bjóða vörur til sölu. Allir eru velkomnir meðan húspláss leyfir og svo verður fríhornið okkar líka á staðnum.
Ef þú ert með einhverjar vörur eða dót sem þú notar ekki lengur er velkomið að koma með það í fríhornið því það er örugglega einhver sem getur notað það, föt, leikföng eða búsáhöld eða það sem þú vilt losna við. Básapantanir eru hjá Lilju í síma 895 2947 og hjá Pöllu í síma 690 9939 og í gegnum Facebook eða þar sem þú nærð í okkur.
Hlökkum til að sjá sem flest.