Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi viðburður endaði fyrir u.þ.b. 1 ári síðan.

Pétur Jóhann á Patró

  • fimmtudaginn 1. júní kl. 21:00–22:30

  • Félagsheimili Patreksfjarðar
    Sjá á korti

Sýningin PÉTUR JÓHANN ÓHÆFUR er 2 klst. uppistandssýning samin af Pétri sjálfum og er sjálfstætt framhald sýningarinnar PÉTUR JÓHANN ÓHEFLAÐUR sem fór sigurför um landið fyrir nokkrum árum. Það er ekki á hverjum degi sem að þessi fáránlega fyndni og prýðisgóði piltur er með uppistand opið öllum. Það er því um að gera að nýta þetta einstaka tækifæri til að sjá Pétur Jóhann live. Pétur er, eins og alþjóð veit, gríðarlega skemmtilegur og eftirsóttur uppistandari. Þar að auki hefur hann unnið marga stóra sigra í kvikmyndum og sjónvarpi. Forsala miða hefst mánudaginn 29. maí. Nánari upplýsingar koma síðar.
Skoða viðburð á Facebook