Hoppa yfir valmynd

Tónleikar — Jón úr Vör fer vestur

  • laugardaginn 20. september kl. 20:00–22:00

  • Félagsheimili Patreksfjarðar
    Sjá á korti

Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu — Jón úr Vör fer vestur

Kvartett Sunnu Gunnlaugs með söngkonunni Marínu Ósk kemur fram á tónleikum undir yfirskriftinni „Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu“ en það er jafnframt titill hljómplötu sem kom út á síðasta ári.
Platan var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Marína var valin söngkona ársins í jazzflokki. Á plötunni eru 7 lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör. Sunna valdi ljóð Jóns sem fjalla um bjartsýnina sem fylgir vorinu, ástina og jú blaðrið í fólkinu. Kvartettinn kom fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrra og fékk glimrandi umfjallanir frá gagnrýnendum. Kevin Whitlock frá breska tímaritinu Jazzwise sagði Sunnu án efa meðal bestu píanó-tónskálda á jazzsenunni í dag. Jónas Sen fjallaði um tónleikana á Jazzhátið og lýsti tónlistinni sem „gamaldags – í góðum skilningi“, og töfrandi, ísmeygilega fagurri og sérlega grípandi.
Hljómplatan hefur líka fengið hlýjar viðtökur út í heimi þar sem hún var valin plata vikunnar hjá þýsku útvarpsstöðinni WDR3. Einnig var platan valin af gagnrýnendum á Europe Jazz Media Chart sem er listi yfir áhugaverðar plötur í Evrópu og í nýjasta hefti tímaritsins Jazzthetik er opnuviðtal við Sunnu um verkefnið.
Marína Ósk Þórólfsdóttir syngur, Sunna Gunnlaugs leikur á píanó, Nico Moreaux á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.
Þess má geta að einungis eitt lag af albúminu er að finna á streymisveitum (Ástakvæði) en hlusta má á albúmið í heild á bandcamp síðu Sunnu https://sunnagunnlaugs.bandcamp.com/
Tónleikarnir er styrktir af Tónlistarsjóði og Vesturbyggð.
Skoða viðburð á Facebook