Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. október 2014 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Erindisbréf ráða
Lagt fram drög að erindisbréfi atvinnu- og menningarráðs.
Atvinnu- og menningarráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið.
2. Strandsiglingar skv. meðfylgjandi minnisblaði.
Lagt fram minnisblað dags. 22. maí 2014 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða varðandi hugsanlegar strandsiglingar millilandaskipa til sunnanverða Vestfjarða.
Atvinnu- og menningarráð beinir því til bæjarstjórnar að hafnar verði athuganir í samráði við Vegagerðina um hvaða aðgerðir þarf að ráðast í svo að strandsiglingar geti hafist sem fyrst. Krafa um strandsiglingar hefur verið sett fram af útflutningsaðilum til að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja í Vesturbyggð.
3. Refaveiðar
Lagt fram tölvubréf dags. 7. okt. sl. frá Marino Thorlacius varðandi grenjavinnslu í fyrrum Rauðasandshreppi og fylgiskjöl frá Umhverfisstofnun með upplýsingum um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða.
Atvinnu- og menningarráð bendir á að nokkrir landeigendur í fyrrum Rauðasandshreppi hafi mótmælt ráðningu núverandi grenjaskyttu fyrir svæðið og bannað viðkomandi að sinna vinnslunni á landareign þeirra. Atvinnu- og menningarráð telur að ekki sé ástæða til að endurskoða ráðningu núverandi grenjavinnslumanns.
4. Nytja-skógrækt
Rætt um nytjaskógrækt á sunnanverðum Vestfjörðum.
Atvinnu- og menningarráð bendir á að skógrækt kann að verða framtíðaratvinnurvegur í sveitarfélaginu ef rétt er að staðið og bendir á Vestur-Botns svæðið í því sambandi. Hins vegar verður að taka tillit til fjölmargra sjónarmiða í þessu máli m.a. landbúnaðar, umhverfismála o.fl.
5. Skemmtiferðaskip
Rætt um komu skemmtiferðaskipa til Vesturbyggðar.
Atvinnu- og menningarráð bendir á að koma skemmtiferðaskipa til hafna Vesturbyggðar getur orðið lyftistöng fyrir margvíslega þjónustu í sveitarfélaginu og leggur áherslu á að hugað verður að kynningu og markaðssetningu á slíkri ferðaþjónustu.
6. Önnur mál.
a. Atvinnu- og menningarráð vill hrósa innanríkisráðherra fyrir fagleg vinnubrögð í þeirri ákvörðun sinni að staðsetja sýslumannsembættið á Vestfjörðum á Patreksfirði. Ávinningurinn er efling samvinnu milli atvinnusvæða á Vestfjörðum og þrýstir ákvörðunin á uppbyggingu heilsárssamgangna milli suður- og norðursvæðisins. Hér er framfararskref stigið til varnar fámennari byggðum og til eftirbreytni fyrir önnur ráðuneyti.
b. Lagt fram bréf dags 9. sept. sl. frá Maríu Óskarsdóttur um frönsk menningartengsl á Patreksfirði og uppbyggingu söguseturs í sveitarfélaginu.
Atvinnu- og menningarráð tekur jákvætt í hugmyndir um sögu- og/eða menningasetur í sveitarfélaginu og vísar málinu til bæjarstjórnar.
c. Fjallskilanefnd. Atvinnu- og menningarráð leggur áherslu á að ný fjallskilanefnd verði skipuð og taki til starfa sem allra fyrst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
Hjörtur Sigurðsson bauð nefndarmenn velkomna á fyrsta fund ráðsins. Hjörtur setti fundinn og ráðið skipti með sér verkum. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir að tillögu sinni að Hjörtur Sigurðsson verði formaður. Samþykkt samhljóða.
Gengið að boðaðari dagskrá.
Fjarverandi aðalfulltrúi: María Ragnarsdó