Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. janúar 2015 og hófst hann kl. 16:30
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Patreksdagurinn 2015
Rætt um Patreksdaginn í mars nk. fyrirkomulag hans og dagskrá.
Formanni ásamt fulltrúum í ráðinu og félagsmálafulltrúa falið að semja drög að dagskrá og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
2. Samþykktir 1. fundar framvinda
Farið yfir framgang og stöðu einstakra mála sem fjallað var um á 1. fundi atvinnu- og menningarráðs 21. október 2014.
3. Rækjuveiðar í Arnarfirði
Atvinnu- og menningarráð bendir á að rannsóknir á rækjustofninum í Arnarfirði eru ófullnægjandi, en þær fara fram einu sinni á ári á haustin. Rækjuveiðar eru mikilvægur atvinnuvegur á sunnanverðum Vestfjörðum og skiptir miklu máli fyrir afkomu fjölmargra sjómanna og sveitarfélögin á svæðinu. Nauðsynlegt er að rannsaka stærð og ástand rækjustofnsins að vetri til og fá þannig nákvæmari mælingar á stofninum og veiðiþoli hans.
4. Samgöngumál
Atvinnu- og menningarráð bendir á að mikil uppbygging atvinnulífs er nú á sunnanverðum Vestfjörðum m.a. í fiskeldi o.fl. sem kallar á aukna og öruggari flutninga og samgöngubætur í landshlutanum. Þar skiptir sköpum reglubundnar og tíðari ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, rýmri snjómokstursreglur með hærra þjónustustigi og daglegar flugsamgöngur með hagstæðari tímasetningu og verði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30