Fundur haldinn í Félagsheimilið Baldurshagi á Bíldudal, 26. maí 2015 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson ritari
Almenn erindi
1. Grenjavinnsla á Barðaströnd
Lagðar fram tvær umsóknir um grenjavinnslu á Barðaströnd frá Birni Víkingi Björnssyni, Kópaskeri og Jón Guðjónssyni, Borgarnesi.
Atvinnu- og menningarráð leggur til að Jón Guðjónsson verði ráðinn fyrir næsta veiðitímabil til grenjavinnslu á Barðaströnd.
2. Félagsheimilin í Vesturbyggð
Atvinnu- og menningarráð skipar Kristínu Bergþóru Pálsdóttur sem fulltrúa sinn í rekstrarnefndir félagsheimilanna í Vesturbyggð og Maríu Ragnarsdóttur til vara.
3. Búfjársamþykkt Vesturbyggðar
Vísað er til 1. tölul. 3. fundar atvinnu- og menningarráðs frá 20. mars sl.
Lögð fram drög að breytingu á búfjársamþykkt Vesturbyggðar ásamt fylgiskjölum.
Atvinnu- og menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum og einn situr hjá Búfjársamþykkt Vesturbyggðar með framlögðum breytingum og vísar búfjársamþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00