Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. október 2015 og hófst hann kl. 16:30
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Þjóðlist varðar söfnun upplýsinga um menningararf Íslendinga
Lagður fram tölvupóstur dags. 4. ágúst sl. frá Guðrúnu Ingimundardóttur varðandi verkefnið "Þjóðmenning á Vestfjörðum". Verkefnið felur í sér að skilgreina og safna upplýsingum um stofnanir, frjáls félagasamtök, hópa o.fl. sem fjalla um menningararf Íslendinga og að kynna sáttmála UNESCO frá árinu 2014 um verndun menningarerfða.
Atvinnu- og menningarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar erindinu til félagsmálastjóra sem verði tengiliður við stjórnanda verkefnisins.
2. Búfjársamþykkt Vesturbyggðar
Lagt fram bréf dags. 15. september sl. frá Bændasamtökum Íslands með umsögn um samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð.
Atvinnu- og menningarráð felur skrifstofustjóra að senda samþykktina með áorðnum breytingum til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Víðir H. Guðbjartsson lét bóka að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
3. Fjárhagsáætlun 2016
Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016 ásamt yfirliti beiðna um sérgreind verkefni frá forstöðumönnum bókasafna og félagsheimila.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00