Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 9. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Lagt fram erindi sem vísað var til atvinnu- og menningarráðs af bæjarráði á 747. fundi þess 27. október sl. með beiðni um umsögn varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.
Atvinnu- og menningarráð mælir með að sömu reglur og giltu fiskveiðiárið 2014/2015 um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins gildi á fiskveiðiárinu 2015/2016.
2. Skipulagsstofnun - Dýrfiskur hf og Fjarðarlax ehf. Eldi á allt að 19.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Patreksfirði og Tálknafirði - beiðni um umsögn
Lagt fram erindi sem vísað var til atvinnu- og menningarráðs til kynningar af bæjarráði á 747. fundi þess 27. október sl. varðandi eldi á allt að 19.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Patreksfirði og Tálknafirði.
Atvinnu- og menningarráð tekur undir bókun bæjarráðs um mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00