Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. mars 2016 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri.
Almenn erindi
1. Félagsheimilin í Vesturbyggð
Lögð fram auglýsing um starf forstöðumanns Félagsheimilis Patreksfjarðar. Umsóknartíminn var til 18. mars sl. og er unnið úr umsóknum.
Lögð fram fundargerð 3. fundar rekstrarnefndar félagsheimilisins á Birkimel með 7. dagskrárliði.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og menningarráð felur félagsmálastjóra að gera drög að rekstrarsamningi við rekstrarnefnd félagsheimilisins á Birkimel.
2. Vinabæjarsamstarf.
Lögð fram dagskrá vinabæjarmóts sem haldið verður 1. til 3. september 2016 í Svelvik, Noregi. Lagt fram bréf dags. 29. mars 2016 frá formanni Norræna félagsins í Bogense með hugmyndum um samstarfsverkefni í listum með tilliti til náttúru- og umhverfisverndar.
Atvinnu- og menningarráð vísar erindinu frá Norræna félaginu í Bogense til Norræna félagsins í Vesturbyggð til umfjöllunar.
3. Steampunk hátíð 2016, styrkumsókn
Lagt fram tölvubréf dags. 14. mars sl. með beiðni um styrk frá forsvarsmanni "Steampunk" - ævintýrahátíðarinnar, haldin á Bíldudal 20.-26. júní nk.
Atvinnu- og menningarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir kostnaðar- og fjármögnunaráætlun fyrir ævintýrahátíðina.
4. Daníel Hansen - Sögulegar minjar og skjöl.
Lagt fram bréf ódags. frá Daníel Hansen sem vísað var til atvinnu- og menningarráðs af bæjarráði 22. mars sl. Í bréfi Daníels er óskað eftir stuðningi til að minnast aldarafmælis rithöfundarins Jóns úr Vör og vegna skjalasafns.
Atvinnu- og menningarráð tekur jákvætt í að haldið verði málþing í janúar 2017 á Patreksfirði um ritverk og störf Jóns úr Vör.
5. Jón Þórðarson - Gamla smiðjan, Bíldudal, beiðni um afnot.
Lagt fram tölvubréf dags. 29. janúar sl. frá Jóni Þórðarsyni með fyrirspurn á leigu á safnahúsinu "Gömlu smiðjunni" á Bíldudal.
Atvinnu- og menningarráð óskar eftir frekari upplýsingum um erindið og boðar Jón Þórðarson á næsta fund ráðsins.
6. EBE styrkumsókn vegna bókar um gömguleiðir í Barðastrandarhreppi
Lagt fram tölvubréf dags. 30. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Elvu Björgu Einarsdóttur með beiðni um styrk vegna útgáfu á bók um gönguleiðir á Barðaströnd.
Atvinnu- og menningarráð óskar eftir nánari kostnaðar- og fjármögnunaráætlun um verkefnið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00