Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. maí 2016 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir, Verkefnastjóri
Almenn erindi
1. Atvinnumálastefna Vesturbyggðar
Unnin var Atvinnumálastefna fyrir Vestur Barðastrandasýslu árið 2004 sem var svo endurnýjuð árið 2007. Sú stefna gilti til ársins 2011. Atvinnu- og menningarráð leggur áherslu á það að sett verði í gang vinna við að endurgera atvinnumálastefnuna.
2. Kynningarferð á Austfirði
3. Samgöngur innan svæðis
Á íbúaþingi sem haldið var í apríl síðastliðin kom fram skýr krafa um að komið verði á almenningssamgöngum innan svæðis. Nú þegar eru margir aðilar að ferðast á milli staða svo sem fyrirtæki, grunnskólarnir, íþróttafélögin ofl. Atvinnu og menningarráð leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að fara í þá vinnu að kortleggja þörfina, kostnaðargreina og skoða hvort forsendur séu fyrir almenningssamgöngum hér á svæðinu og þá mögulega aðkomu fyrirtækja og stofnanna að verkefninu.
4. Vinabæjarsamstarf.
Samstarfsverkefni í listum með tilliti til náttúru og umhverfisverndar sem lagt var fyrir Atvinnu og menningarráð á fundi nefndarinnar 31.mars síðastliðinn og var vísað til Norræna félagsins var tekin fyrir á aðalfundi félagsins sem tók vel í erindið. Tekin hefur verið ákvörðun um að vinna að verkefninu í samstarfi við hlutaðeigandi aðila og mun Gerður Björk Sveinsdóttir sjá um samskipti við listamennina fyrir hönd Vesturbyggðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00
Kristín Bergþóra Pálsdóttir, María Ragnarsdóttir og Víðir Hólm Guðbjartsson boðuðu forföll.
Varamenn á fundinum voru Matthías Ágústsson og Ólafur H. Haraldsson varamenn sátu fundinn.