Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 24. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Gerður B Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar
Almenn erindi
1. Ferðamálasamtök Vestfjarða - stefnumótun Vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020.
Atvinnu og menningarráð fangar því að farið hefur verið í heildræna stefnumótun vestfirskrar feðaþjónustu og leggur til að skýrslan verði höfð til hliðsjónar við framtíðaráætlanir sveitarfélagsins.
2. Gamla smiðjan á Bíldudal
Lögð voru fram drög að umgengnis og húsreglum fyrir Gömlu smiðjuna á Bíldudal. Afgreiðslu reglanna frestað til næsta fundar.
Atvinnu og menningarráð leggur til við bæjarráð Vesturbyggðar að farið verði í skráningu sögu hússins og þeirra muna sem þar eru.
4. Jón úr Vör - málþing á Patreksfirði
Haldið var málþing í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði laugardaginn 21. janúar síðastliðinn í tilefni aldarafmmælis Jóns úr Vör. Að málþinginu komu Vesturbyggð, Rithöfundasamband Íslands og Sögufélag Barðastrandasýslu. Atvinnu og menningarráð þakkar þeim sem að komu fyrir sitt framlag.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50