Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð #13

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 28. mars 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður B. Sveinsdóttir

Almenn erindi

1. Strandsiglingar skv. meðfylgjandi minnisblaði.

Farið var yfir minnisblað sem unnið var af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða árið 2014 að beiðni Eimskipafelagsins og fyrirtækja á svæðinu. Atvinnu- og menningarráð óskar eftir því að bæjarstjórn kanni hvort ekki séu forsendur til þess að hefja strandsiglingar til svæðisins.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ályktun um stöðu útflutningsgreina.

Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar lýsir yfir verulegum áhyggjum af stöðu útflutningsgreina á svæðinu vegna styrkingar krónunnar og óhagstæðum skilyrðum sem af henni leiða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Beiðni um afnot af grunni. - "Stapar ljóðlistaverk"

Tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 21.03 erindi þar sem lögð var fram beiðni um afnot af efnalaugargrunni til afnota fyrir verkefnið "Stapar ljóðlistaverk" Bæjarráð gerði ekki athgasemd við fyrirhugaða nýtingu húsgrunnsins. Gerður Björk Sveinsdóttir fór yfir stöðu verkefnisins með ráðinu og upplýsti um það að stofnaður hefur verið starfshópur um verkefnið og er það komið á nokkurt skrið að nýju.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Gamla smiðjan á Bíldudal - skráning muna.

Tillaga atvinnu- og menningarráðs frá síðasta fundi um að farið verði í skráningu á sögu hússins og minja var tekin fyrir á fundi bæjarráðs þann 22.febrúar sl. Bæjarráð samþykkti að láta skrá áhöld og muni í Gömlu smiðjunni á Bíldudal og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Óskar L. Arnarsson, fornleifafræðing á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerð stjórnar.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Landgræðsla ríkisins - skýrsla um lífrænan úrgang.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Innviðauppbygging í Vesturbyggð.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Skjaldborg 2017

Hátíð íslenskra heimildarmynda, Skjaldborgarhátíðin verður haldin á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina sem er dagana 2.-5. júní næstkomandi.
Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:19