Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri
Almenn erindi
1. Grenjavinnsla 2017.
Lagðar fram umsóknir um grenjavinnslu á Vesturbyggð.
Umsækjendur um grenjavinnslu og refaveiði 2017:
Víðir Guðbjartsson - Ketildalahreppur
Jón Bjarnason - Suðurfirðir
Barði Sveinsson - Barðaströnd ytri
Ísak Jansson - Barðaströnd innri
Kristinn Guðmundsson - Rauðasandshreppur
Gunnar Guðmundsson - Rauðasandshreppur
Keran St. Ólason - Rauðasandshreppur
Rúnar Árnason - Rauðasandshreppur
Gísli Sverrisson - frá Tálkna að Skápadalsgljúfrum
Atvinnu- og menningarráð leggur til að ráðning verði sem hér segir:
Arnarfjörður
Víðir Guðbjartsson - Ketildalahreppur
Jón Bjarnason - Suðurfirðir
eða samkvæmt því samkomulagi sem gilt hefur um veiðar í Arnarfirði hingað til.
Barðaströnd
Barði Sveinsson - Barðaströnd ytri, frá Hreggstöðum að Móruá
Ísak Jansson - Barðaströnd innri, frá Móruá að Kjálkafirði
Rauðasandshreppur
Kristinn Guðmundsson - Rauðasandshreppur, Kollsvík að Keflavík (Kollsvík, Láganúpur, Hvallátur, Bæjarbjarg).
Gunnar Guðmundsson - Rauðasandshreppur, frá Keflavík að Hreggstöðum
Keran St. Ólason - Rauðasandshreppur, Breiðavík, Keflavík, Hænuvík og Sellátranes
Rúnar Árnason - Rauðasandshreppur, frá Sellátranesi að Skápadalsgljúfrum
eða samkvæmt nánara samkomulagi milli ráðinna veiðimanna
Patreksfjörður
Gísli Sverrisson - frá Tálkna að Skápadalsgljúfrum
2. Þjóðskjalasafn Íslands - reglugerð um héraðsskjalasöfn, beiðni um umsögn.
Lögð fram reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Atvinnu- og menningarráð gerir ekki athugasemdir við reglugerðina en leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að kannaður verði grundvöllur fyrir rekstri héraðsskjalasafns í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:02