Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. ágúst 2017 og hófst hann kl. 13:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir
Almenn erindi
1. Umhverfisstofnun - Fjarðalax ehf, starfsleyfi fyrir 10.700 tonnum.
Lögð fram tillaga frá Umhverfisstofnun dagsett 1.febrúar 2017 að starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. fyrir framleiðslu á allt að 10.700 tonnum af laxi á ári í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.
Atvinnu- og menningarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna en hvetur stjórnvöld til að móta heildræna stefnu í fiskeldi sem felur í sér eftirlit og aukna tiltrú á greininni. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að eftirlit sé virkt og sýnilegt og starfstöðvar eftirlitsins séu staðsettar á svæðinu. Mikilvægt er að starfsemin sé unnin í sátt við aðrar atvinnugreinar á svæðinu.
Bókunin lögð fram til samþykktar, fjórir meðmæltir, Víðir Guðbjartsson greiðir atkvæði á móti.
2. Umhverfistofnun - Artic sea farm ehf, starfsleyfi fyrir framleiðslu á 6.800 tonnum.
Lögð fram tillaga frá Umhverfisstofnun að starfsleyfi fyrir Arctic Sea farm ehf. fyrir framleiðslu á allt að 6.800 tonnum af laxi á ári í sjókvíum í Tálknafirði og Patreksfirði.
Atvinnu- og menningarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna en hvetur stjórnvöld til að móta heildræna stefnu í fiskeldi sem felur í sér eftirlit og aukna tiltrú á greininni. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að eftirlit sé virkt og sýnilegt og starfstöðvar eftirlitsins séu staðsettar á svæðinu. Mikilvægt er að starfsemin sé unnin í sátt við aðrar atvinnugreinar á svæðinu.
Bókunin lögð fram til samþykktar, fjórir meðmæltir, Víðir Guðbjartsson greiðir atkvæði á móti.
3. Staða sauðfjárræktar í Vesturbyggð og afurðarverð.
Atvinnu- og menningarráð Vestfjarða tók fyrir á fundi sínum alvarlega stöðu sem komin er upp í sauðfjárrækt. Nefndin tekur undir bókun sem gerð var á 808 fundi bæjarráðs Vesturbyggðar þar sem segir:
"Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir þungum áhyggjum vegna verðlækkunar á afurðarverði til sauðfjárbænda. Sauðfjárbúskapur er mikilvæg atvinnugrein í sveitarfélaginu svo og á Vestfjörðum öllum. Samfélögin á svæðinu þola ekki hinn umfangsmikla niðurskurð afurðarverðs án þess að þau skaðist efnahags- og félagslega.
Bæjarráð Vesturbyggð tekur heils hugar undir yfirlýsingu landssamtaka sauðfjárbænda frá 11. ágúst sl. og treystir því að stjórnvöld muni grípa til allra mögulegra aðgerða til aðstoðar sauðfjárbændum og sveitarfélögum til að komast yfir þá erfiðleika sem nú blasa við."
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:22