Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 1. desember 2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir
Almenn erindi
1. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - byggðakvóti fiskiveiðiárið 2017-2018.
Vegna úthlutunar á byggðakvóta til Patreksfjarðar, Bíldudals og Brjánslækjar leggur Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar til að farið verði eftir fyrirmynd að almennum reglum sem gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2017/2018.
En þó með þeirri undantekningu að gert verði ráð fyrir að afli verði unninn innan sveitarfélagsins í stað byggðarlags þar sem við á.
Til kynningar
2. Aron Ingi Guðmundsson - hugmynd af menningartengdri starfsemi.
Aron Ingi Guðmundsson kynnti hugmyndir sínar og Julie Gasiglia um nýtingu verbúðarhússins við Patreksfjarðarhöfn fyrir menningarverkefni.
Atvinnu- og menningarráð lýsir ánægju sinni með hugmyndirnar og fagnar aukinni menningu á svæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20