Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð #19

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. febrúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir

Almenn erindi

1. Þjónusta á Vestfjarðavegi 60

Þjónustutími vetrarþjónustu á leiðinni Patreksfjörður - Dalsmynni var aukin og hálkuvarnir auknar á meðan ferjan Baldur var frá vegna bilunnar. Nú þegar Baldur er aftur kominn í þjónustu þá er vegurinn þjónustaður til klukkan 17:30 til samanburðar er þjónustan á Djúpvegi til Hólmavíkur til kl. 19:00 og til 19:30 frá Hólmavík að Hringvegi. Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar bendir á nauðsyn þess að auka aftur við þjónustuna á vegunum þar sem ferjan Baldur er ekki að rúma allan þann fjölda flutningabíla sem þarf að komast til og frá svæðinu á degi hverjum. Nauðsynlegt er því að halda áfram að þjónusta vegina til að lágmarki 20:00 svo öruggt sé að vörur og afurðir komist til og frá svæðinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Þjóðskógar á Íslandi

Hjörtur Sigurðarson formaður kynnti hugmyndir að þjóðskógi í landi Vesturbotns í Patreksfirði. Í tillögunni felst að núverandi nýting sem er golfvöllur, verði áfram starfræktur og eigi stækkunarmöguleika, einnig að fyrirhuguð sumarhúsabyggð verði aðlöguð að fyrirhugaðri skógrækt. Atvinnu- og menningarráð tekur vel í hugmyndirnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Staðir/Places, Eva Ísleifsdóttir - beiðni um styrk.

Bæjarráð tók fyrir á 826. fundi þann 23. janúar sl. styrkbeiðni vegna verkefnisins Staðir/Places með beiðni um styrk á árinu 2018. Bæjarráð vísaði því til atvinnu- og menningarráðs. Atvinnu- og menningarráð tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að styrkbeiðnin verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ólafur J. Engilbertsson - Listasafn Samúels íJónssonar í Selárdal.

Lagt fram tölvubréf dags. 17. janúar sl. frá Ólafi J. Engilbertssyni með beiðni um styrk vegna sjálfboðaliða frá SEED sem munu vinna að viðhaldi bygginga Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal sumarið 2017. Atvinnu- og menningarráð tekur vel í erindið en telur að það þurfi að útfæra nánar áður en það verði samþykkt. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og vera í sambandi við Ólaf J. Engilbertsson.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Patreksdagurinn 2018

Hugmyndir fyrir Patreksdaginn ræddar. Nefndin telur mikilvægt að dagurinn verði áfram haldinn hátíðlegur og felur bæjarstjóra að vinna að málinu ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Komedíuleikhúsið - samstarfssamningur 2018.

Lagt fram til kynningar bréf dags. 18. janúar sl. frá Komedíuleikhúsinu með ósk um samstarfssamning við Vesturbyggð um þátttöku í kostnaði við leiksýningar og menningaruppákomur í sveitarfélaginu á árinu 2018.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Landgræðsla ríkissins - Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar bréf frá Landgræðslu ríkisins dagss. 12. desember 2017 um endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50