Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. febrúar 2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir
Almenn erindi
1. Þjónusta á Vestfjarðavegi 60
Þjónustutími vetrarþjónustu á leiðinni Patreksfjörður - Dalsmynni var aukin og hálkuvarnir auknar á meðan ferjan Baldur var frá vegna bilunnar. Nú þegar Baldur er aftur kominn í þjónustu þá er vegurinn þjónustaður til klukkan 17:30 til samanburðar er þjónustan á Djúpvegi til Hólmavíkur til kl. 19:00 og til 19:30 frá Hólmavík að Hringvegi. Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar bendir á nauðsyn þess að auka aftur við þjónustuna á vegunum þar sem ferjan Baldur er ekki að rúma allan þann fjölda flutningabíla sem þarf að komast til og frá svæðinu á degi hverjum. Nauðsynlegt er því að halda áfram að þjónusta vegina til að lágmarki 20:00 svo öruggt sé að vörur og afurðir komist til og frá svæðinu.
2. Þjóðskógar á Íslandi
Hjörtur Sigurðarson formaður kynnti hugmyndir að þjóðskógi í landi Vesturbotns í Patreksfirði. Í tillögunni felst að núverandi nýting sem er golfvöllur, verði áfram starfræktur og eigi stækkunarmöguleika, einnig að fyrirhuguð sumarhúsabyggð verði aðlöguð að fyrirhugaðri skógrækt. Atvinnu- og menningarráð tekur vel í hugmyndirnar.
3. Staðir/Places, Eva Ísleifsdóttir - beiðni um styrk.
Bæjarráð tók fyrir á 826. fundi þann 23. janúar sl. styrkbeiðni vegna verkefnisins Staðir/Places með beiðni um styrk á árinu 2018. Bæjarráð vísaði því til atvinnu- og menningarráðs. Atvinnu- og menningarráð tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að styrkbeiðnin verði samþykkt.
4. Ólafur J. Engilbertsson - Listasafn Samúels íJónssonar í Selárdal.
Lagt fram tölvubréf dags. 17. janúar sl. frá Ólafi J. Engilbertssyni með beiðni um styrk vegna sjálfboðaliða frá SEED sem munu vinna að viðhaldi bygginga Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal sumarið 2017. Atvinnu- og menningarráð tekur vel í erindið en telur að það þurfi að útfæra nánar áður en það verði samþykkt. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og vera í sambandi við Ólaf J. Engilbertsson.
Til kynningar
6. Komedíuleikhúsið - samstarfssamningur 2018.
Lagt fram til kynningar bréf dags. 18. janúar sl. frá Komedíuleikhúsinu með ósk um samstarfssamning við Vesturbyggð um þátttöku í kostnaði við leiksýningar og menningaruppákomur í sveitarfélaginu á árinu 2018.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50