Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #652

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. ágúst 2012 og hófst hann kl. 13:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Skólamáltíðir 2012-2013

Bæjarstjóri skýrði frá viðræðum við veitingaaðila á Patreksfirði vegna skólamáltíða. Enginn veitingaaðili er tilbúinn til að taka að sér skólamáltíðir skólaárið 2012-2013.
Ákveðið að nýta skólaeldhús til að útbúa skólamáltíðir í hádegi, 4 daga vikunnar. Bæjarstjóra falið í samráði við skólastjóra að kaupa inn þann búnað sem til þarf til að hægt sé að nýta aðstöðuna. Samþykkt að skammturinn á Patreksfirði verði seldur á 400 kr. Gjaldið verður endurskoðað eftir 2 mánuði.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Varðar minnisvarða um Auði og Jón Kr.Ísfeld

Lagt fram erindi frá Jóni Kr. Ólafssyni vegna minnisvarða um Auði og Jón Kr. Ísfeld.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna minnisvarðanum staðsetningu í samráði við bréfritara og forstöðumann þjónustumiðstöðvar á Bíldudal.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Innanríkisráðuneytið svar við bréfi frestur á skilum skv.16gr.502/2012

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu þar sem Vesturbyggð er veittur frestur á skilum upplýsinga vegna fjárhagslegrar stöðu til ráðuneytisins til 15. nóvember.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Aukið framlag vegna fjölnota íþróttabrautar á Patreksfirði

Lagt fram erindi frá Íþróttafélaginu Herði á Patreksfirði vegna óska um viðbótarframlag vegna íþróttabrautar á Patreksfirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla formann Íþróttafélagsins Harðar á fund vegna málsins. Ákvörðun vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. UMsókn um framkvæmdarleyfi endurnýjun flugvallarlínu

Lögð fram umsókn frá Orkubúi Vestfjarða vegna framkvæmdaleyfis á endurnýjum flugvallarlínu í Arnarfirði.
Bæjarráð veitir Orkubúi Vestfjarða framkvæmdaleyfi til endurnýjunar á flugvallarlínu í Arnarfirði. Samhliða framkvæmdinni verður lagður ljósleiðari þessa sömu leið inn í Dufansdal.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdina sem eykur lífsgæði íbúanna og samkeppnishæfi fyrirtækjanna á svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna langingu strengs frá Drengjaholti að Þúfneyri

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu strengs frá Drengjaholti að Þúfneyri í Patreksfirði.
Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis vegna lagningar strengsins frá Drengjaholti að Þúfneyri.
Bæjarráð fagnar framkvæmdinni sem bætir rekstrarumhverfi fyrirtækja á svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Aukið framlag til Fasteigna Vesturbyggðar vegna sölu íbúða

Óskað eftir 3 milljón króna framlagi úr bæjarsjóði vegna sölu á íbúðum.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu Fasteigna Vesturbyggðar. Samþykkt að veita FV 3,3 milljónir í framlag úr bæjarsjóði, til niðurgreiðslu eftirstandandi veðskulda, vegna sölu íbúða í eigu FV.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Matís beiðni um afnot af landi við Þúfneyri

Lögð fram beiðni frá Matís vegna afnots af landi innan Þúfneyri. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með Matís og bæjarráði.
Ákvörðun frestað.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Rekstur 2012

Bæjarstjóri og skrifstofustjóri fóru yfir stöðu rekstrar fyrstu 8 mánuði ársins og spá til ársloka.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fjárhagsáætlun 2013

Lagt fram minnisblað um vinnu við fjárhagsáætlun 2013. Gert er ráð fyrir að fyrri umferð vegna umræðu um fjárhagsáætlun 2013 í bæjarstjórn verði 14. nóvember og seinni umræða 28. nóvember.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Fjarðalax erindi til bæjarráðs

Framhald frá síðasta fundi bæjarráðs. Lögð fram drög að svarbréfi við erindi Fjarðalax. Bæjarstjóra falið að senda bréfið til Fjarðalax f.h. bæjarráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2012

Lagt fram bréf vegna Fjórðungsþings Vestfirðinga 2012 þar sem lagt er til að þinginu verði frestað til 5. og 6. október nk. Bæjarráð samþykkir frestun þingsins og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Bókun Samstöðu frá 649. bæjarstjórnarfundi um samgöngumál

Lögð fram bókun frá bæjarmálafélaginu Samstöðu um samgöngumál, frá 649. bæjarstjórnarfundi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Bókun vegna skattlagningar á hótel og gistiheimili

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir áhyggjum sínum af áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á gististöðum á ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Það er mat bæjarráðs að þessi hækkun ógni framtíðaruppbyggingu í atvinnugrein sem er skammt á veg komin á Vestfjörðum. Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að endurskoða framkomnar tillögur og gefa greininni heldur svigrúm til að vaxa og dafna til uppbyggingar í atvinnulífi á svæðinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00