Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. apríl 2015 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Fundargerðir til kynningar
1. NAVE fundargerð stjórnar nr.94
Lögð fram fundargerð 94. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE) frá 4. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
Almenn erindi
3. Fundur með forsvarsvmönnum Fjarðalax
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum á fundum með forsvarsmönnum Fjarðalax í framhaldi bókunar á 729. fundi bæjarráðs þann 28. mars sl. og fundar aukins bæjarráðs með forsvarsmönnum Fjarðalax 7. apríl sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
4. Húsnæðismál.
Lagt fram sem trúnaðarmál minnisblað dags. 7. apríl sl. frá Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra varðandi viðræður við fulltrúa Landsbankans um kaup á húsnæðinu Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn formlegt kauptilboð í eignina.
5. NAVE ársfundarboð 15.04.15
Lagt fram fundarboð á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn verður í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hómavík miðvikudaginn 15. apríl nk. og hefst kl. 17:00.
Bæjarstjórn felur skrifstofustjóra að sækja fundinn og fara með umboð Vesturbyggðar.
6. Skjaldborg hátíð íslenskra heimildamynda beiðni um styrk
Lagt fram tölvubréf dags. 24. mars sl. frá forsvarsmönnum kvikmyndahátíðarinnar Skjaldborgar með beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir 200.000 kr. greiðslu auk afnots af húsnæði sveitarfélagsins og vinnuframlags starfsmanna Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði.
7. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. aðalfundarboð 170415
Lagt fram tölvubréf dags. 30. mars sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga með fundarboði á aðalfund Lánsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 17. apríl nk. í Salnum Kópavogi og hefst kl. 15:30.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn og fara með umboð Vesturbyggðar á fundinum.
8. Áætlun Baldurs
Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum á áætlunarferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, en gert er ráð fyrir fjölgun ferða skipsins á næsta áætlunartímabili.
Bæjarráð leggur til við Sæferðir ehf að 2ja ferða áætlun hefjist 1. júní nk. og standi til 31. ágúst 2015 og til þess verði ráðstafað 12 ferðum af úthlutuðum 20 viðbótarferðum á árinu. Ferðirnar átta verði nýttar yfir vetrartímann í samráði við sveitarfélagið.
9. Samningur um sorphirðu
Lagt fram drög að viðauka við gildandi samning um sorphirðu við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf ásamt fylgiskjölum. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
10. Framkvæmdir 2015
Bæjarstjóri og Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda á árinu.
Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að fá tilboð í malbikunarframkvæmdir í sveitarfélaginu í sumar í samræmi við áform í fjárhagsáætlun ársins og að ræða við fyrirtæki í sveitarfélaginu um hvort áhugi sé hjá þeim að láta malbika samhliða hjá sér. Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að leggja fram útfærðar tillögur um malbikunarframkvæmdir í sveitarfélaginu í sumar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00