Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. júní 2015 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. ÚSUA úrskurður vegna kæru um álagningu umhverfisgjalda 2014
Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 29. apríl sl. varðandi álagningu umhverfisgjalds árið 2014 á sumarhús að Naustabrekku í Vesturbyggð. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að hún vísar málinu frá.
Lagt fram til kynningar.
2. Fjárhagsáætlun 2015 - viðaukar.
Lagður fram kaupsamningur og afsal dags. 26. maí sl. fyrir fasteigninni Aðalstræti 75, Patreksfirði ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2015 þar sem gert er ráð fyrir lántöku til að fjármagna kaupin á eigninni.
Bæjarráð samþykkir kaupin á Aðalstræti 75 og viðaukann við fjárhagsáætlun 2015.
3. Sorpsamningur-viðauki
Lagt fram drög að viðauka við verksamning um sorphirðu ásamt fylgiskjölum milli Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps og Gámaþjónustu Vestfjarða ehf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
4. BsVest minnisblöð verkefnastjóra um stöðu mála
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra Bs. Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks ódags. um stöðu málsins og viðbrögð sveitarfélaga við ályktun stjórnar varðandi fjárhagsstöðu málaflokks fatlaðs fólks ásamt bréfi dags. 21. maí sl. til innanríkisráðuneytisins um breytingu á skiptingu framlags, og bréfi dags. 2. júní sl. með yfirliti um kostnað sem fellur á sveitarfélögin vegna málaflokksins. Vegna vanfjármögnunar ríkisins á málaflokki málefna fatlaðra er Vesturbyggð gert að greiða 8,5 millj.kr. fyrir fyrstu sex mánuðina ársins til Byggðasamlagsins á Vestfjörðum um málefni fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar.
5. Umhverfisstofnun endurskoðaður samningur um refaveiðar 2014-2016
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 20. maí sl. ásamt viðauka við samning um refaveiðar 2014-2016. Í viðaukanum er gert ráð fyrir að endurgreiðsluhlutfall Vesturbyggðar fyrir árið 2015 verði 22% í stað áður 20%.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs og samráðsnefndar sveitarfélaganna.
7. UÞB varðar neysluvatn fyrir býlið Mórudal
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Unnari Þór Böðvarssyni dags. 2. júní sl. varðandi neysluvatnsból fyrir Mórudal. Elfar Steinn Karlsson, forst.m. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsráðs.
8. Endurbætur á leiksvæðum í Vesturbyggð
Vísað er til 8. tölul. fundargerðar 734. fundar bæjarráðs frá 26. maí sl.
Bæjarráð samþykkir kaup á tækjum að verðmæti 2 millj.kr. fyrir útileikvöll við Bala, Patreksfirði.
9. Tilnefning í samráðsvettvang Sóknaráætlunar
Lagður fram tölvupóstur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga til sveitarfélaga á Vestfjörðum dags. 4. júní sl. varðandi tilnefningu í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Vestfjarða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu um fulltrúa Vesturbyggðar í samráðsvettvangnum í samræmi við umræður á fundinum.
10. Varðar grenjavinnslu.
Lagður fram tölvupóstur frá Marinó Thorlacius dags. 2. júní sl. varðandi grenjavinnslu í Rauðasandshreppi.
Bæjarráð óskar eftir fundi með bréfritara.
11. Langahlíð 18, Bíldudal
Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 13. maí sl. varðandi nýtingu á fasteigninni Lönguhlíð 18, Bíldudal. Í bréfinu er tiltekið að sveitarfélaginu er heimilað að leigja út húsið með þinglýstri kvöð um takmarkaða notkun yfir vetrartímann.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðbótarsamningi um leigu á Lönguhlíð 18, Bíldudal með kvöð um endurbætur á húsinu. Einnig er bæjarstjóra falið að gera viðauka við núgildandi leigusamninga fyrir Lönguhlíð 20 og 22 með sambærilegum kvöðum.
12. 19. júní - 100 ára afmæli kosningaþátttöku kvenna.
Í tilefni dagsins samþykkir bæjarráð að bjóða konum í Vesturbyggð í afmælisfagnað í hádeginum föstudaginn 19. júní nk. í félagsheimilinu á Patreksfirði. Boðið verður uppá rútuferðir frá Bíldudal og Barðaströnd.
Til kynningar
6. Varasjóður húsnæðismála tilkynning um lok verkefnis "framlög til sveitarfélag vegna sölu félagslegra íbúða"
Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála dags. 21. maí sl. þar sem tilkynnt er um lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00