Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. september 2016 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.
Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu sjö mánuði ársins, janúar-júlí 2016.
Lagt fram til kynningar.
2. EFS óskar eftir útskýringum á frávikum í rekstri árið 2015
Lagt fram bréf dags. 2. september 2016 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi niðurstöðu ársreiknings 2015.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
3. Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016-2017
Lagt fram bréf dags. 6. september sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir komandi fiskveiðiárs. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir að Hinrik Greipsson, sérfræðingur hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, komi til fundar við bæjarráð og atvinnu- og menningarráð.
4. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga aðalfundarboð 23.sept.2016
Lagt fram tölvubréf dags. 9. september sl. frá framkvæmdastjóra Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga með boðun á aðalfund félagsins 2016 sem haldinn verður 23. september nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 13:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn.
6. SSKS aðalfundarboð 23.september 2013
Lagt fram tölvubréf dags. 8. september sl. frá Vali Rafni Halldórssyni f.h. Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum með boðun á ársfund félagsins 2016 sem haldinn verður 23. september nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 13:00.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að sækja fundinn.
7. Fjallskil 2016
Rætt um fjallskil 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma að athugasemdum til fjallskilanefndar um fjallskilaseðil 2016.
Til kynningar
5. Jöfnunarsjóður ársfundarboð 21.september 2016
Lagt fram bréf dags. 6. september sl. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með boðun á ársfund sjóðsins sem haldinn verður 21. september nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn.
8. Fjórðungssambandið fundargerðir stjórnar 9.og 29.ágúst 2016
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 9. ágúst sl. og 29. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
10. SÍS fundargerð stjórnar nr. 842
Lögð fram fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 2. september sl.
Lagt fram til kynningar.
11. Vegagerðin varðar beiðni um snjómokstur Bíldudalsflugvöllur - Flókalundur
Lagt fram afrit af bréfi Vegagerðarinnar dags. 5. september sl. til Arnarlax hf. varðandi vetrarþjónustu á leiðinni Flókalundur að flugvellinum á Bíldudal.
Bæjarráð bendir á mikilvægi bættra vetrarsamganga í sveitarfélaginu í ljósi mjög vaxandi umsvifa útflutningsfyrirtækja sem reiða sig á öruggar samgöngur allt árið. Bæjarráð skorar á Vegagerðina að endurskoða afstöðu sína um að ekki sé unnt að koma til móts við óskir Arnarlax hf. um aukna vetrarþjónustu á leiðinni Flókalundur-flugvöllurinn Bíldudal.
12. Húsmæðraorlof skýrsla vegna ferðar 2015
13. Umhverfisráðuneytið kynnir "Dagur íslenskrar náttúru" 16.september nk.
Lagt fram tölvubréf til sveitarfélaga dags. 29. ágúst sl. um Dag íslenskrar náttúru sem haldinn verður 16. september nk.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:03