Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #816

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. október 2017 og hófst hann kl. 09:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu átta mánuði ársins, janúar- ágúst 2017.
Lögð fram útkomuspá reksturs og fjárfestinga 2017.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer19

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2018.

Lagðar fram tillögur forstöðumanna að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 með breytingum eftir fundi með forstöðumönnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara tillögurnar.

Málsnúmer20

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Náttúrustofa Vestfjarða - framlög á fjárlögum 2018 og skerðing á þjónustu.

Lagt fram minnisblað forstöðumanns og stjórnarformanns Náttúrustofu Vestfjarða dags. 26. október sl. um fyrirhugaða skerðingu framlaga úr ríkissjóði til náttúrustofunnar.
Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til Náttúrustofu Vestfjarða, en í fjárlagafrumvarpi sem var lagt fram í haust áður en Alþingi var slitið er lagt til að skera niður fjárframlög til stofunnar um 10,1 milljón króna.
Þessi fyrirhugaða skerðing er algjörlega á skjön við þá stefnu sem boðuð var í Vestfjarðaskýrslunni sem og með fyrirhugaðri stofnun Vestfjarðastofu að byggja upp rannsóknaraðstöðu og fjölga háskólamenntuðum starfsmönnum á landsbyggðinni.
Þessi fyrirhugaði niðurskurður kemur sérstaklega hart niður á sunnanverðum Vestfjörðum og mun hafa áhrif á uppbyggingu stuðningsgreina við vaxandi fiskeldi í sjókvíum í landshlutanum.
Bæjarráð Vesturbyggð skorar á þingmenn kjördæmisins að hrinda þessari aðför að störfum háskólamenntaðra starfsmanna á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skólahúsnæði í Vesturbyggð og nýting þess.

Rætt um skólahúsnæði í Vesturbyggð, grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, og hvernig megi samnýta núverandi húsnæði betur. Ákveðið að stofna starfshóp um þessi málefni. Friðbjörg Matthíasdóttir mun stýra þeirri vinnu í samráði við skólastjóra.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Matvælastofnun - Fjarðarlax og Arctic Sea Farm, rekstrarleyfií Patreksfirði og Tálknafirði.

Lagt fram bréf dags. 23. október sl. frá MAST með beiðni um umsögn um aukið rekstrarleyfi vegna eldis fyrir allt að 17.500 tonnum í Patreksfirði og Tálknafirði.
Bæjarráð frestar erindinu og óskar eftir kynningu á áformunum fyrir fyrirtækjunum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Örn Hermann Jónsson - Urðargata 20.

Lagt fram bréf dags. 15. október sl. frá Erni Hermanni Jónssyni með beiðni um ívilnun fasteignagjalda og styrk til greiðslu fasteignagjalda vegna áranna 2017-2019 vegna endurbóta á fasteigninni. Jafnfram er óskað eftir viðræðnum við sveitarfélagið um eignarhluta þess á efri hæð hússins.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks

Lagður fram tölvupóstur dags. 9. október sl. ásamt fylgigögnun frá BsVest um málefni fatlaðs fólks. Bæjarráð frestar erindinu og vísar því til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd.

Málþing um málefni byggðasamlagsins verður haldið 3. nóvember nk. kl. 13:00 á Patreksfirði.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á málþingið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerðir stjórnar.

Lögð fram fundargerð 105. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 25. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða.

Lagður fram tölvupóstur dags. 11. október sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um framlög af fjárveitingu byggðaáætlunar 2018 til að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Vesturbyggð er úthlutað 6,5 millj.kr. í verkefnið
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að undirbúa frekari umsóknir um lagningu ljósleiðara.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00