Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #825

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. janúar 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Almenn erindi

1. Ferjan Baldur

Lagt fram tölvubréf dags. 2. janúar sl. ásamt fylgiskjölum frá Eimskip rekstraraðila Breiðafjarðarferjunnar Baldurs þar sem tilkynnt er að áætlunarferðum skipsins seinki enn vegna viðgerðar á vél ferjunnar.
Bæjarráð bendir á að ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs er öryggismál yfir háveturinn fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem enn eru ekki öruggar og tryggar samgöngur um Vestfjarðaveg 60. Ítrekuð röskun á áætlanaferðum skipsins veldur bæði tjóni fyrir fyrirtæki og óöryggi fyrir íbúa sem treysta á reglubundnar ferðir þegar veður eru válynd og greiðar vegasamgöngur óvissar. Jafnframt veldur þessi röskun allmiklum tekjumissi fyrir hafnarsjóð Vesturbyggðar, ferðaþjónustu, fiskvinnslu og atvinnulífið almennt á svæðinu.
Bæjarráð Vesturbyggðar krefst þess að nú þegar verði fundin varanleg lausn með því að ný ferja leysir núverandi skip af hólmi sem engan veginn uppfyllir nútímakröfur um flutninga fólks og vörur á hagkvæman, þægilegan og fljótan hátt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Brú lífeyrissjóður - lífeyrisskuldbindingar í A-deild.

Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 5. janúar sl. frá Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að hlutur Vesturbyggðar í viðbótarlífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga við A-deild Brúar í kjölfar setningu laga nr. 12//2016 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sé rúmar 167 millj.kr. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi KPMG sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að skoða málið í samráði við endurskoðendur sveitarfélagsins.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Þjónustumiðstöðin á Patreksfirði - áhöld og tæki.

Lagt fram tölvubréf dags. 21. desember 2017 frá forstöðumanni tæknideildar með tilboði að upphæð 2,5 millj.kr. í kaup á bifreið með fjölplóg og dreifara fyrir Þjónustumiðstöðina á Patreksfirði.
Bæjarstjóra samþykkir ofangreind kaup á bifreið fyrir Þjónustumiðstöðina á Patreksfirði með fyrirvara um ástandskoðun og fjármögnun kaupanna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - rekstrarleyfi fyrir veitingarstaðinn Vegamót.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 4. janúar sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka veitingarstað í Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal, samkvæmt flokki II. Friðbjörg Matthíasdóttir lét bóka að hún hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila máls.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka veitingarstað í Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal, samkvæmt flokki II, fastanr. 212-4986.
Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins.
Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfsemi veitingarstaðarins við Tjarnarbraut 2, Bíldudal.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Skipulagsstofnun - framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn í Arnarfirði, beiðni um umsögn.

Lagt fram bréf dags. 21. desember 2017 frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn á erindi Arnarlax um 4.500 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Arnarfirði. Umsókn óskast send fyrir 12. janúar 2018.
Sveitarfélagið Vesturbyggð gerir ekki efnislegar athugasemdir um matsáætlunina. Vesturbyggð minnir á mikilvægi þess að sveitarfélög hafi skipulagsvald yfir hafsvæði utan netalaga og áréttar mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.
Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið hefur ekki þekkingu á eða aðstöðu til að gera nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun eins og beðið er um í bréfi Skipulagsstofnunar. Það verkefni er á hendi eftirlitsaðila.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Skipulagsstofnun - ákvörðun um matsáætlun vegna snjóflóðavarna á Patreksfirði.

Lagt fram bréf dags. 27. desember 2017 frá Skipulagsstofnun um ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar, þar sem tilkynnt er að stofnunin fellst á tillögur framkvæmdaraðila að matsáætlun með nokkrum athugasemdum.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Breiðafjarðarnefnd - yfirlit jarða sveitarfélagsins sem tilheyra verndarsvæði Breiðafjarðar.

Lagt fram bréf dags. 20. desember 2017 frá Breiðafjarðarnefnd um jarðir í sveitarfélaginu sem tilheyra verndarsvæði Breiðafjarðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umbeðin gögn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Landgræðsla ríkissins - Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga

Lagt fram bréf dags. 12. desember 2017 frá Landgræðslu ríkisins um endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi, lykilhlutverk sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs og atvinnu- og menningarráðs til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Reglur um skólaakstur

Lagt fram drög að reglum um akstur leikskólabarna úr dreifbýli í þéttbýli. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur fræðslustjóra að fullmóta reglurnar til samræmis við umræður á fundinum

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Íslenska Kalkþörungafélagið. Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi.

Lagt fram erindi frá skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar vegna grenndarkynningar um byggingarleyfi fyrir raðhús við Tjarnarbraut, Bíldudal.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við byggingarleyfið og fagnar byggingu nýrra íbúða á Bíldudal.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:10