Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #826

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. janúar 2018 og hófst hann kl. 13:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Almenn erindi

1. Brú lífeyrissjóður - lífeyrisskuldbindingar í A-deild.

Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 5. janúar sl. frá Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að hlutur Vesturbyggðar í viðbótarlífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga við A-deild Brúar í kjölfar setningu laga nr. 12//2016 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sé rúmar 167 millj.kr.
Bæjarráð samþykkir að taka lán að upphæð 167 millj.kr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga og felur bæjarstjóra að greiða upp samsvarandi kröfur við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2018.

Lagt fram bréf dags. 3. janúar 2018 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2018 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 189 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2018 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu.
Bæjarráð samþykkir lántökuna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ólafur J. Engilbertsson - Listasafn Samúels íJónssonar í Selárdal.

Lagt fram tölvubréf dags. 17. janúar sl. frá Ólafi J. Engilbertssyni með beiðni um styrk vegna sjálfboðaliða frá SEED sem munu vinna að viðhaldi bygginga Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal sumarið 2017.
Bæjarráð tekur jákvætt í vísar erindinu til avinnu- og menningarráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Staðir/Places, Eva Ísleifsdóttir - beiðni um styrk.

Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjali dags. 11. janúar sl. frá Evu Ísleifsdóttur vegna myndlistaverkefnisins Staðir/Places með beiðni um styrk á árinu 2018.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til avinnu- og menningarráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Félag áhugamanna um Skrímslasetur - styrkumsókn 2018.

Lagt fram bréf dags. 7. janúar sl. frá Félagi áhugamanna um skrímslasetur með beiðni um styrk á árinu 2018 til áframhaldandi uppbyggingar og reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal.
Bæjarráð samþykkir 200.000 kr. styrk sem bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Komedíuleikhúsið - samstarfssamningur 2018.

Lagt fram bréf dags. 18. janúar sl. frá Komedíuleikhúsinu með ósk um samstarfssamning við Vesturbyggð um þátttöku í kostnaði við leiksýningar og menningaruppákomur í sveitarfélaginu á árinu 2018.
Bæjarráð samþykkir 360.000 kr. styrk vegna samstarfssamningsins og bókist kostnaður á bókhaldslykilinn 05089-9990. Bæjarráð vísar erindinu til avinnu- og menningarráðs til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Mannvirkjastofnun - brunavarnaráætlun.

Lagt fram bréf dags. 3. janúar sl. frá Mannvirkjastofnun með áminningu um endurskoðun á brunavarnaráætlun sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að framfylgja endurskoðun á brunavarnaráætlun Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Samband ísl. sveitafélaga - frumvörp um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Lagt fram bréf dags. 16. jan. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga með umsögn um frumvörp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - samþykkt um kattahald og gæludýrahalda annarra en hunda í Vesturbyggð.

Lagt fram bréf dags. 12. janúar sl. frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með tilkynningu um að „Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í Vesturbyggð“ hafi verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:20