Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. febrúar 2018 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Bíldudalshöfn - uppbygging hafnarsvæðisins á Bíldudal.
Mættir til viðræðna við bæjarráð forsvarsmenn Arnarlax; Guðmundur Valgeir Magnússon, Tryggvi Bjarnason og Kristian Matthíasson um rekstur fyrirtækisins og framtíðaráform þess.
2. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - frumvarp að breytingum á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 31. janúar sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu með beiðni um umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gefa umsögn um frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum.
3. Elva Björg Einarsdótir - Seftjörn, umsögn um landakaup.
Lagt fram tölvubréf ásamt fylgigögnum dags. 25. janúar sl. frá Elvu Björgu Einarsdóttur vegna umsagnar á fyrirhugaðri sölu ríkisins á jörðinni Seftjörn, Barðaströnd til ábúanda, sbr. jarðalög nr. 81/2004.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um kaup núverandi ábúanda á jörðinni Seftjörn, Barðaströnd.
4. Benedikt Ólafsson hrl. - hitavatnsréttindi á Krossholti.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 24. janúar sl. frá Benedikt Ólafssyni hrl. f.h. umbjóðenda sinna með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna hitavatnsréttinda á Krossholti, Barðaströnd.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.
5. Styrkir til heilsuræktar starfsmanna Vesturbyggðar
Rætt um styrki til heilsuræktar starfsmanna Vesturbyggðar.
Bæjarráð samþykkir 20% afslátt af heilsárskorti í íþróttamiðstöðvum Vesturbyggðar fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.
6. Sögufélag Barðastrandarsýslu - beiðni um styrk 2018.
Lagt fram bréf dags. 29. janúar sl. frá Sögufélagi Barðastrandarsýslu með beiðni um styrk á árinu 2018 vegna útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu 2017.
Bæjarráð samþykkir 120.000 kr. styrk sem bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.
7. Þjónustumiðstöð Kambi
Til kynningar
9. Umboðsmaður Alþingis - álit vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
Lagt fram álit setts Umboðsmanns Alþingis dags. 29. desember 2017 sl.
Lagt fram til kynningar.
10. Verkís - hljóðvist í Patreksskóla.
Lagt fram minnisblað dags. 28. janúar sl. frá Verkís hf um hljóðvist í matsal Patreksskóla ásamt kostnaðaráætlun framkvæmda.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:52