Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #842

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. ágúst 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Fiskeldisnám og rannsóknir.

Ann Cecil Hilling kom og kynnt verkefni sem hún hefur unnið að síðastliðið ár sem felst í því að koma á laggirnar námi í fiskeldi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.

Lagður fyrir viðauki 9. að fjárhæð 1,680 milljónir við fjárhagsáætlun 2018 vegna kaupa á bifreið fyrir starfsmann vatns-og fráveitu, fjármagnað með lækkun fjárfestinga, lögn í Mikladal Patreksfirði.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Páll Hauksson - Ósk um styrk vegna Blús milli fjalls og fjöru

Lagt fram bréf dags. 25. júlí sl. frá Páli Haukssyni með beiðni um styrk vegna hátíðarinnar „Blús milli fjalls og fjöru“, haldin 31. ágúst og 1. september nk., sem nemi leigugjaldi minni/stærri salar Félagsheimilisins á Patreksfirði auk hljóðkerfis. Bæjarráð óskar bréfritara til hamingju með metnaðarfullt menningarverkefni og samþykkir erindið. Styrkurinn bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Bíldudalshöfn - uppbygging hafnarsvæðisins á Bíldudal.

Farið yfir hugmyndir að uppbyggingu aðstöðu fyrir vigtarskúr og áhaldahús á Bíldudal.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Umhverfis- og auðlindarráðuneytið - Drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun í umsögn í samráðsgátt

Drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Félag skógarbænda á Vestfjörðum - Ársreikningur ár 2017

Ársreikningur félags skógarbænda á Vestfjörðum lagður fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Umhverfisstofnun - Lokunareftirlit 14.06.18 í aflagðan urðunarstað Vesturbyggðar í Vatnseyrarhlíðum

Skýrsla frá umhverfisstofnun vegna lokunareftirlits dags. 14. júní sl. í aflagðan urðunarstað Vesturbyggðar í Vatnseyrirhlíðum á Patreksfirði lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Drög að reglum um úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum úr stefnumótandi byggðaráætlun 2018-2024

Drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30