Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. febrúar 2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) ritari
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri
Almenn erindi
1. Tjaldstæði
Lögð fyrir drög að samningi um rekstur tjaldsvæðis á Patreksfirði þar sem samið verður við Kristján Guðmund Sigurðsson um reksturinn sumarið 2019. Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá tjaldsvæða. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Bæjarráð samþykkir jafnframt tillöguna að breytingu gjaldskrár tjaldsvæða þannig að stakt gjald verði 1.500 í stað 1.700. Gjald fyrir afnot af þvottavél verður 1.000 í stað 1.350. Gjaldskrárbreyting miðast við 1. mars.
2. Skipurit Vesturbyggð
Bæjarstjóri lagði fram tillögu að nýju skipuriti Vesturbyggðar sem áætlað er að taki gildi 1. maí 2019. Bæjarráð staðfestir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi á innleiðingu þess.
12. Reglugerð um húsnæðisáætlanir - Íbúðalánasjóður
Lagður fram tölvupóstur Íbúðalánasjóðs dags. 1. febrúar 2019 vegna vinnu við húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Samkvæmt lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál hefur Íbúðalánasjóður það hlutverk að vera sveitarfélögum til ráðgjafar um gerð húsnæðisáætlana. Þá tók gildi 21. desember 2018 reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að sveitarfélög skuli skila húsnæðisáætlunum til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars 2019. Bæjarráð felur bæjarstjóra ljúka drögum að húsnæðisáætlun fyrir Vesturbyggð og senda hana til Íbúðalánasjóðs fyrir 1. mars nk.
13. Karlar í skúrnum - verkefni Rauða krossins
Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um vinnslu málsins og lagði fram tillögu að húsnæði fyrir verkefnið í Verbúð á Patreksfirði. Bæjarráð vísar erindinu til hafna- og atvinnumálaráðs til umfjöllunar.
14. Norræna félagið - beiðni um styrk
Lagt fyrir erindi Norræna félagsins dags. 1. febrúar 2019 þar sem félagið óskar eftir endurskoðun á ákvörðun bæjarráðs frá 29. janúar 2019, þar sem beiðni um styrk vegna vinarbæjarmóts var hafnað. Meðfylgjandi erindinu er afrit af bréfi Vesturbyggðar dags. 17. apríl 2018 þar sem kemur fram að Vesturbyggð styðji áfram starfsemi og verkefni Norræna félagsins. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 200.000 fyrir árið 2019 en vísar í bókun bæjarráðs frá 18. mars 2018 þar sem Vesturbyggð segir sig úr vinabæjarsamstarfinu.
15. Skólaakstur
Lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs frá 48. fundi ráðsins 15. janúar sl. þar sem ráðið leggur til að samið verði við verktaka um skólaakstur leikskólabarna og starfsmanna leikskólans utan skóladagatals grunnskóla. Bæjarráð felur starfandi fjármála- og skrifstofustjóra að stilla upp ólíkum leiðum með tilliti til kostnaðar við framkvæmdina sem lagt verður fyrir bæjarráð.
Afgreiðslu máls frestað.
16. Fjallskil - kostnaður
Lögð fram bókun fjallskilanefndar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar vegna fjallskilakostnaðar fyrir árið 2018. Ásgeir Sveinsson vék af fundi.
Afgreiðslu mál frestað.
17. Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum - ósk um skipun
Lagður fram tölvupóstur frá Vestfjarðastofu dags. 7. febrúar 2019 um skipan í Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Samkvæmt samþykktum fundar Framkvæmdaráðs 12. mars 2018 skulu helst framkvæmdastjórar sveitarfélaga sitja í framkvæmdaráði. Bæjarráð Vesturbyggðar skipar bæjarstjóra í Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar.
Samþykkt samhljóða.
18. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna, 356. mál - Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis
Lagður fram tölvupóstur dags. 31. janúar sl. frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur). Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar því að ungt fólk fái aukið hlutverk við mótun samfélagsins. Verði frumvarpið óbreytt að lögum munu 16 ára einstaklingar fá kosningarétt við kosningar til sveitarstjórnar en verða ekki kjörgengir í sveitarstjórnarkosningum. Bæjarráð bendir á mikilvægi þess að einstaklingar sem taki þátt í sveitarstjórnarmálum hafi lagalega stöðu til að geta tekið ákvarðanir og þess sé sérstaklega gætt við afgreiðslu frumvarpsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn um frumvarpið og upplýsa Samband íslenskra sveitarfélaga um afstöðu bæjarráðs til frumvarpsins.
19. Rafstöðin - Framkvæmdaleyfisgjöld
Lagt fyrir bréf frá Helga Hjálmtýssyni f.h. Rafstöðin, félagasamtök dags. 5. febrúar 2019 um niðurfellingu reiknings vegna framkvæmdaleyfis fyrir aðstöðusköpun og veglagningu við Rafstöðina, Bíldudal. Framkvæmdin er fjármögnum með styrkfé frá Framkvæmdastjóði ferðamannastaða og styrkvegasjóði Vegagerðarinnar en þar sem eigandi landsins og rafstöðvarinnar sé Vesturbyggð er þess óskað að gjöld vegna framkvæmdaleyfis verði felld niður.
Bæjarráð samþykkir erindið.
20. Umsagnarbeiðni um aukna framleiðslu á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði um 14.500 tonn - Skipulagsstofnun
Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 1. febrúar 2019 þar sem óskað er umsagnar um viðbót við frummatsskýrslu og kostagreiningu Fjarðarlax og Artic Sea Farm vegna 14.500 tonna framleiðsluaukningar á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Um er að ræða viðbót við fyrri frummatsskýrslu frá árinu 2015 vegna fjögurra úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. september og 4. október 2018.
Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við viðbót við frummatsskýrslu nema því er varðar fullyrðingar Skipulagsstofnunar að rannsókn hafi ekki verið gerð á samfélagslegum áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum og því ekki mögulegt að fullyrða um áhrif fiskeldis á íbúaþróun. Rétt er að benda á að Byggðastofnun vann í ágúst 2017 skýrslu um byggðaleg áhrif fiskeldis, þar sem m.a. er fjallað um semfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Bæjarráð Vesturbyggðar ítrekar því mikilvægi þess að gætt sé að samfélagslegum áhrifum af slíkri uppbyggingu sem og mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.
Bæjarráð vísar viðbót við frummatsskýrslu og kostagreiningu til hafna- og atvinnumálaráðs og skipulags- og umhverfisráðs til kynningar og bæjarstjóra falið að svara beiðni Skipulagsstofnunar innan umsagnarfrests.
21. Styrkur til tónleikahalds - Kirkjukórar Patreksfjarðar og Bíldudals - Patreksfjarðarkirkja
Lögð fram beiðni Kristjáns Arasonar, sóknarprests Patreksfjarðarprestakalls og Margrétar Bóasdóttur, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar um styrk að fjárhæð 60.000 kr. vegna tónleika í Tálknafjarðarkirkju þann 24. febrúar nk. Á tónleikunum munu koma fram Jazztríó Jóns Rafnssonar ásamt sameiginlegum kirkjukórum Tálknafjarðar, Bíldudals og Patreksfjarðar. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og tekur undir það með bréfriturum að kirkjukórarnir vinna ómetanlegt starf í þágu samfélags, menningar og kirkjulífs í sveitarfélaginu. Bæjarráð samþykkir að veita 60.000 kr. styrk til verkefnisins.
22. Málefni aldraðra - frumvarp til laga
Lagður fram tölvupóstur dags. 31. janúar sl. frá Velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Markmið laganna er að tryggja fé Framkvæmdasjóðs aldraðra til byggingar þjónustumiðstöðva og dagdvalar og byggingar stofnana fyrir aldraða og til að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar og endurbætur á húsnæði sem notað er til þjónustu fyrir aldraða. Bæjarráð fagnar framlagningu frumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir að stofnkostnaður og kostnaður við endurbætur og nýverkefni hækki verulega.
Til kynningar
3. Viðmið um tekjur og eignir í reglum sveitarfélaga um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði - SÍS
Tölvupóstur dags. 28. janúar sl. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga lagður fram, þar sem bent er á að bæjarstjórn skuli setja sér reglur um meðferð umsókna um húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Erindinu er vísað til Velferðaráðs.
4. Fundargerð nr. 867 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
5. Erindi um ráðgjöf um skemmri vinnuviku og dýpkun lýðræðisins - Alda Lýðræðisfélag
Lagt fyrir til kynningar erindi ódags. frá Öldu Lýðræðisfélagi um ráðgjöf um skemmri vinnuviku og eflingu lýðræðis.
6. FOR19010258 Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - Forsætisráðuneytið
Lagt fyrir til kynningar bréf dags. 28. janúar sl. frá Forsætisráðuneytinu þar sem vakin er athygli á heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna. Jafnframt er vakin athygli á kynningu sem haldin verður á Grand hóteli í Reykjavík 15. febrúar nk.
7. Slökkviliðsstjóri - minniblað um verkefni slökkviliðsstjóra
Lagt fyrir minnisblað ódags. í febrúar 2019, unnið af Davíð Rúnari Gunnarssyni slökkviliðsstjóra þar farið er yfir þau verkefni sem eru á borði slökkviliðsstjóra.
8. Ósk um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. - Velferðarnefnd Alþingis
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 31. janúar sl. frá Velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi. Mótuð verði stefnu fyrir einstaklinga og fjölskyldur af erlendum uppruna sem hafi það að markmiði að auka gagnkvæman skilning og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. Sérstök áhersla verði lögð á félagsleg réttindi, heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnuþátttöku þannig að á Íslandi verði fjölmenningarsamfélag þar sem grundvallarstefin eru jafnrétti, réttlæti og virðing fyrir lífi án mismununar. Bæjarráð fagnar tillögunni og vísar henni til velferðaráðs til kynningar.
9. Ósk um umsögn um þingsályktunartillögu um heilbrigðistefnu til ársins 2030, 509. mál. - Velferðarnefnd Alþingis
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 7. febrúar sl. frá Velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um þingsályktun um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Í stefnunni er hlutverk og fjárhagsleg ábyrgð ríkis og sveitarfélaga um veitingu heilbrigðisþjónustu skilgreind. Þá kemur enn fremur fram í stefnunni að sveitarfélögin hafa mikilvægu hlutverki að gegna með þeirri þjónustu sem þeim ber að veita samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni aldraðra og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í stefnunni verði tryggt að öllum sé ljóst hvar skilin eiga að liggja varðandi hlutverkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Annars er hætt við að notendur fái ekki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi og gjaldi fyrir deilur milli þessara aðila um kostnaðarskiptingu. Æskilegast er að ákvarðanir um þjónustu séu teknar sem næst þeim sem þarf á henni að halda og að náin samvinna sé milli heilbrigðisstofnunar og sveitarfélags þar sem viðkomandi býr.
10. Söfnun upplýsinga um laus störf á íslensku vinnumarkaði - Hagstofa Íslands
Lagt fram bréf Hagstofu Íslands dags. 30. janúar 2019 um söfnun upplýsinga um laus störf á íslenskum vinnumarkaði.
11. Niðurfelling Barðastrandavegar 2-07 - Vegagerðin
Lagt fyrir bréf Vegagerðarinnar dags. 2. janúar 2018 sem barst Vesturbyggð 2. janúar 2019. Í bréfinu kemur fram að þar sem Patreksfjarðarhöfn sé ekki lengur höfn í grunnneti skv. þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018 sem samþykkt var á Alþingi 12. október 2016 hafi Barðastrandavegur (62-07) átt að falla úr tölu þjóðvega og af vegaskrá en láðst hafði að tilkynna um það við staðfestingu þingsályktunarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:56
Iða Marsibil Jónsdóttir sat fundinn í síma.