Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #864

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. febrúar 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri

Almenn erindi

1. Skipurit Vesturbyggð

Bæjarstjóri fór yfir heildarkostnað vegna breytinga á skipuriti Vesturbyggðar eins og hann var staðfestur í fjárhagsáætlun 2019. Heildarkostnaður við breytingarnar eru um 350.000 sem er auglýsingakostnaður og kostnaður við gerð skipurits. Gert er ráð fyrir að heildar launakostnaður sveitarfélagsins lækki við breytingarnar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Byggðarmerki - skráning.

Lögð fyrir staðfesting frá Einkaleyfisstofu sem segir að byggðamerki Vesturbyggðar hafi verið skráð í samræmi við reglugerð nr. 112/1999, sbr. 5.gr. laga nr. 45/1998. Merkið var skráð 31.12.2018 og var birt í ELS - tíðindum janúar 2019. Merkið er hannað af Halldóri Eyjólfssyni en Hörður Lárusson breytti svo merkið uppfyllti skilyrði laganna.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Aðalstræti 110. Vestur ehf., umsagnarbeiðni, rekstrarleyfi.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 18. febrúar 2019 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Vestur restaurant ehf. um rekstrarleyfi til veitingu veitinga (flokkur 3) að Aðalstræti 110 á Patreksfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Sigtún 63. Lási ehf., umsagnarbeiðni gististaður

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 19. febrúar 2019 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um gististað í flokk 2 að Sigtúni 63 Patreksfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Slysavarnardeildin Gyða - beiðni um niðurfellingu húsaleigu

Lagt fram erindi dags. 4. febrúar 2019 þar sem Ragna Berglind Jónsdóttir fh. slysavarnardeildarinnar Gyðu á Bíldudal, óskar eftir því að felld verði niður húsaleiga vegna þorrablóts sem haldið var í Baldurshaga 2. febrúar 2019. Bæjarráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Niðurfelling húsaleigu vegna þorrablóts í FHP 2019

Lagt fram erindi dags. 5. febrúar 2019 þar sem Bergrún Halldórsdóttir fh. Kvenfélagsins Sifjar á Patreksfirði, óskar eftir því að felld verði niður húsaleiga vegna þorrablóts sem haldið var í FHP 26. janúar 2019 Bæjarráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Samráðshópur vegna innviðagreiningu á Vestfjörðum - ósk um tilnefningu

Lagt fyrir bréf frá Vestfjarðastofu dags. 18. febrúar 2019, þar sem Vestfjarðastofa óskar eftir tilnefningu frá sveitarfélaginu á fulltrúa til að sitja í samráðshóp vegna innviðagreiningar á Vestfjörðum.

Vesturbyggð tilnefnir Gerði Björk Sveinsdóttur, starfandi skrifstofu og fjármálastjóra til að vera sinn fulltrúi í hópnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Lagning ljósleiðara 2019

Lagt fram tilboð Fjarskiptasjóðs dags. 18. febrúar 2019 vegna umsóknar Vesturbyggðar í Ísland ljóstengt. Davíð Rúnar Gunnarsson kom inn á fundinn og fór yfir málið.

Vesturbyggð lagði inn umsókn í verkefnið Ísland ljóstengt fyrir árið 2019. Verkefninu er ætlað að styrkja lagningu ljósleiðara í dreifbýli um allt land og er áætlað að því ljúki á næstu þremur árum.

Um er að ræða þrjú verkefni sem eftir eru í Vesturbyggð; Bíldudalur - Foss, Bíldudalur - Grænuhlíð og Látrabjarg. Vesturbyggð er boðin sérstakur byggðarstyrkur samtals að upphæð fimm miljónir inn í verkefnin og að auki 80 % af þeirri upphæð sem er ófjármögnuð í hverju verkefni fyrir sig.

Ljóst er að hér er um stórt og metnaðarfullt verkefni að ræða. Vegalendir eru miklar og tengingar fáar. Til þess að verkefnið sé gerlegt verða aðrir aðilar að koma að verkinu sem eiga hagsmuna að gæta.

Bæjarráð telur þetta mikilvægt verkefni fyrir dreifbýli og samþykkir að taka tilboði Fjarskiptasjóðs og leggja til allt að 12 miljónir í verkefnin fyrir árið 2019, 13 miljónir 2020 og 13 miljónir 2021.

Framlagi Vesturbyggðar til verkefnisins fyrir árið 2019, vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Skólaakstur leikskólabarna og starfsmanna leikskólans utan skóladagatals grunnskóla.

Starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir tillögur að mögulegri útfærslu á skólaakstri utan skóladagatals grunnskóla.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með foreldrum leikskólabarna af Barðaströnd.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Litla-Eyri, Bíldudal. Landspilda undir íbúðarbyggð.

Bæjarstjóri fór yfir fund með landeigendum Litlu-Eyri á Bíldudal vegna mögulegra samningaviðræðna um landspildu undir íbúðabyggð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við landeigendur.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Araklettur bílastæði - Uppástungur um úrbætur bílastæðamála við leikskólan

Lagður fyrir tölvupóstur dags. 26. október 2018 með tillögum að úrbótum í bílastæðamálum við leikskólann Araklett skv. niðurstöðu könnunar meðal foreldra leikskólabarna. Þá var lögð fyrir bókun skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til að eingöngu verði heimilt að keyra út af bílastæðinu og inn á þjóðveginn, en ekki inn á bílastæðið beint af þjóðveginum. Samhliða breytingunni verði settar upp viðeigandi merkingar, útafakstur þrengdur og bætt verði lýsing á bílastæðinu. Þá var lagður fram tölvupóstur Vegagerðarinnar þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við breytinguna. Einnig var lagður fram tölvupóstur leikskólastjóra dags. 11. febrúar 2019 vegna slysahættu við leikskólann.

Bæjarráð felst á að innkeyrsla af þjóðvegi inná bílastæði leikskólans verði óheimil og felur forstöðumanni tæknideildar að vinna að breytingunni, jafnframt er forstöðumanni tæknideildar falið að vinna að bættri lýsingu á bílastæði við leikskólann.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Hafnarteigur 4. Landfylling, stækkun til austurs.

Lagt fram bréf Íslenska kalkþörungarfélagsins dags. 12. febrúar 2018 um mikilvægi þess að hafist verði handa við landfyllingu í samræmi við deiliskipulag fyrir hafnarsvæði Bíldudals þar sem starfsemi félagsins er verulega aðþrengd hvað varðar vinnu- og söfnunarsvæði fyrir hráefni af hafsbotni. Með aukinni framleiðslu félagsins þurfi félagið nauðsynlega á stærra svæði að halda. Bæjarstjóri fór yfir umræður á þeim fundum sem vitnað er til í bréfi félagsins og bókun hafna- og atvinnumálaráðs frá 18. febrúar sl.

Bæjarráð tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs um að bæjarstjóra sé falið að hefja formlegt samtal við félagið um fjármögnun verkefnisins og nánari útfærslu framkvæmdarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Snjómokstur og vetrarþjónusta í fyrrum Rauðasandshreppi

Lagt fram bréf íbúa á Rauðasandi dags. 29. janúar 2019 vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu. Í bréfinu er þess óskað að bæjarstjórn Vesturbyggðar beiti sér í því að Rauðasandsvegi (614) verði bætt inná vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Einnig verði mokstur miðaður við ferðir mjólkurbíls og póstþjónustu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir því við Vegagerðina að vetrarþjónustu á Rauðasandsvegi (614) verði hagað með sambærilegum hætti og vetrarþjónustu á Örlygshafnarvegi (612).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Beiðni um samstarf á árinu 2019

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Jóhanni Engilbertssyni þar sem óskað er eftir samstarfi við Vesturbyggð vegna sjálfboðaliða frá SEEDS sem munu vinna að við haldi bygginga Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal sumarið 2019. Menningar- og ferðamálaráð tók vel í verkefnið og lagði til á fundi sínum 12. febrúar 2019 að 1-3 hópar yrðu styrktir sumarið 2019, þ.á.m. einn hóp í Selárdal.

Bæjarráð samþykkir beiðni um samstarf og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við Ólaf J. Engilbertsson um nánari útfærslu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Styrkur vegna Samfés 22. og 23. mars 2019 - félagsmiðstöðin Vest End og Dímon

Lagt fram eindi félagsmiðstöðvanna Vest-End og Dímon dags. 13. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir styrk frá Vesturbyggð til að sækja Samfés, uppskeruhátíð félagsmiðstöðva á Íslandi 22. og 23. mars 2019.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir 100.000 króna styrk til ferðarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Friðlýsingu Látrabjargs vísað til umhverfis- og auðlindaráðherra

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 22. febrúar 2019 þar sem upplýst er að máli vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Látrabjargs hafi verið vísað aftur til Umhverfisstofnunar, sem fari nú með málið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Heimsmarkmið SÞ og sveitarfélögin á Vestfjörðum

Lagt fram til kynningar minnisblað Vestfjarðastofu vegna fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga um heimsmarkmið SÞ.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:01