Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. apríl 2019 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri
Til kynningar
1. Forathugun um þjónustusamning vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd - Útlendingastofnun
2. Fundargerð nr. 118 NAVE - Náttúrustofa Vestfjarða
3. Fundargerð stjórnar SÍS nr. 869
4. Fundargerð stjórnar nr. 868 - Samband íslenskra sveitarfélaga.
5. Túlka - og þýðingarþjónusta, rammasamningur - Ríkiskaup
6. Rammasamningur um prentun ár 2019 - Ríkiskaup
7. Fundargerð frá 7 febrúar - Heilbrigðisteftirlit Vestfjarða
8. Breyting á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitastjórn), 90. mál. Ósk um umsögn - Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 11 mars 2019 frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.
9. Ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639 mál. - Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 13. mars 2019 frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.
10. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255 mál. - Velferðarnefnd Alþingis
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 21. febrúar 2019 frá Velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál.
11. Heimildir sveitastjórnar til framsölu ráðing starfsmanna sveitarfélaga, 56. gr. sveitarstjónrarlaga, nr. 1382011 - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Lagt fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 14. mars 2019 þar sem vakin er athygli á áliti umboðsmanns Alþingis frá 26. október 2018 í máli nr. 9561/2018 þar sem fjallað er um heimildir sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna sbr. 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
12. Tillaga um breytt ákvæði í frumvarpi til umferðarlaga um hámarkshraða á þjóðvegum - Samgöngufélagið
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 12. mars 2019 frá Jónasi Guðmundssyni, fyrirsvarsmanni Samgöngufélagsins þar sem vakin er athygli á umsögn félagsins vegna frumvarps til nýrra umferðalaga, þar sem lagt er til að breytt verði ákvæðum um heimilaðan ökuhraða í þá veru að hámarkshraði á vegum með malarslitlagi verði lækkaður úr 80 km í 70 km á klst en jafnframt verði heimilaður allt að 100 km hraði á klst á þeim vegum sem nýjastir eru og besti úr garði gerðir og þar sem umferð telst lítil.
13. Ósk um umsögn um velferðartækni, mál 296 - Velferðarnefnd Alþingis
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 21. febrúar 2019 frá Velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál.
14. Starfsskilyrði sauðfjárræktar - samkomulag um breytingu á búvörusamningi
Lagt fram til kynningar samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016 og frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum.
Almenn erindi
16. Félagsmiðstöðin Dímon - hugsanleg stækkun á rými
Lagt fyrir minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um aukafjárveitingu vegna bágrar aðtöðu ungmenna sem stunda félagsmiðstöðina Dímon á Bíldudal. Íþrótta- og tómstundarfulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir stöðuna. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um vettvangsferð 25. mars 2019 þar sem aðstæður voru skoðaðar, brunavarnir og fleira.
Bæjarráð tekjur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að leggja fyrir viðauka á næsta fundi bæjarráðs.
17. Stefnumótun í ferðaþjónustu
Lögð fyrir bókun menningar- og ferðamálaráðs á 4. fundi ráðsins 19. mars 2019 þar sem lagt er til að sveitarfélagið fari í stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustumálum. Vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu er talið nauðsynlegt að huga að stefnumótun m.a. í rekstri salerna, tjaldsvæðamálum, komum skemmtiferðaskipa og fl. Ráðið telur löngu tímabært að þessi vinna fari af stað fyrir sunnanverða Vestfirði. Unnið verði áfram að málinu og skoðað verði hvort stefnumótun í ferðaþjónustu verði hluti af vinnu við atvinnustefnu Vesturbyggðar.
18. Eldvarnaeftirlitsskýrsla v. Félagsheimili Patreksfjarðar, mál 19-1559 - Brunaeftirlit Vesturbyggðar
Lögð fram skýrsla slökkviliðs Vesturbyggðar dags. 5. mars 2019 vegna eldvarnareftirlits að Aðalstræti 107 á Patreksfirði. Frestur er veittur til 11. maí 2019 til að gera viðeigandi úrbætur. Bæjarráð felur bæjarstjóra í samvinnu við forstöðumann að vinna kostnaðaráætlun um þá þætti sem þarfnast lagfæringa skv. skýrslunni.
19. Umsagnarbeiðni v. árshátíðar Vesturbyggðar - Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 18. mars 2019 ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi í tilefni af árshátíð Vesturbyggðar. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu tímabundins áfengisleyfis vegna árshátíðar Vesturbyggðar.
20. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar
Lögð fyrir tillaga að viðauka 1. við fjárhagsáætlun 2019 um aukin útgjöld vegna fjárfestingar í lagningu ljósleiðara í verkefninu Ísland ljóstengt 2019. Útgjöldin nema 11,6 milljónum króna sem mætt er með lántöku. Þá er i viðaukanum mælt fyrir um tilfærslu og breytingu á fjárhagsáætlun 2019 vegna nýrrar útfærslu á áætlun sem felur í sér breytingu í A-hluta, lækkun á handbæru fé um 1,1 milljón króna. Samtals breyting í A- og B-hluta er lækkun á handbæru fé um 1,1 milljón króna. Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
21. Almennt eftirlit með að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur - EFS
Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 18. mars 2019 vegna eftirlits með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Í bréfinu er upplýst að eftirlitsnefnd muni í lok árs 2019 óska eftir nánari upplýsingum um einstök verkefni skv. fjárhagsáætlun, framgang verkefna í samanburði við áætlun ársins með viðaukum og kanna hvernig tekist hefur til við að uppfylla skilyrði 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
22. Fjárhagsáætlun 2019-2022 - Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Lagt fyrir bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 4. mars 2019 vegna fjárhagsáætlunar 2019-2022. Í bréfinu er óskað er eftir upplýsingum frá sveitarstjórn um stefnumótun hennar í rekstri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu með tilliti til umræðna á fundinum.
23. Norræna félagið - Beiðni um styrk
Lagt fram erindi Þóris Sveinssonar dags. 25. mars 2019 þar sem óskað er eftir stuðningi Vesturbyggðar við málverkasýningu á verkum danskra listamanna sem teiknuðu verk í listaverkabókina - Vesturbyggð, firðir, fjöll og fuglar. Óskað er eftir stuðningi Vesturbyggðar með láni á húsnæði t.d. félagsheimilinu á Patreksfirði auk fjárstuðnings að upphæð 300.000 kr.
Bæjarráð fagnar framtaki bréfritara og Norræna félagsins. Vesturbyggð hefur þegar lagt rúmar 2 milljónir króna til verkefnisins og getur því ekki veitt frekari fjárstuðning til þess. Þá hefur Sjómannadagsráð félagsheimilið á Patreksfirði til afnota komandi Sjómannadagshelgi og beinir bæjarráð því til bréfritara að vinna að verkefninu í samvinnu við ráðið. Komi annað húsnæði til greina sem er á forræði sveitarfélagsins þá felur bæjarráð, bæjarstjóra að ganga frá slíku við bréfritara.
24. Sjómannadagurinn 2019 - tillaga að samstarfssamningi og styrkur
Lagt fram erindi Sjómannadagsráðs Patreksfjarðar dags.1. mars 2019 vegna stuðnings Vesturbyggðar við sjómannadaginn 2019. Lögð voru fram drög að samstarfssamningi vegna fjármögnunar á skemmtiatriðum. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um fund með formanni sjómannadagsráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu máls þar til samráðshópur um sjómannadaginn hefur fundað.
25. Styrkumsókn - Félag áhugamanna um skrímslasetur
Lögð fyrir bókun menningar- og ferðamálaráðs frá 4. fundi dags. 19. mars 2019 þar sem ráðið leggur til að styrkur sveitarfélagsins til Skrímslaseturs verði aukinn um 200.000 kr. á ári. Tekið var mið af styrkúthlutunum af sambærilegum verkefnum bæði í öðrum sveitarfélögum og í Vesturbyggð. Ráðið leggur einnig til að skoðað verði að Skrímslasetrið verði nýtt betur af grunn- og leikskólum í Vesturbyggð til aukinnar vitundar um menningu svæðisins. Bæjarráð tekur undir bókun menningar- og ferðamálaráðs og samþykkir að veita Skrímslasetrinu aukinn styrk að fjárhæð 200.000 kr. á árinu 2019 til áframhaldandi uppbyggingar Skrímslaseturs á Bíldudal.
Ásgeir Sveinsson vék af fundi.
26. Afhending á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun, beiðni. - Jafnréttisstofa
Lagt fram bréf Jafnréttistofu, dags. 19. mars 2019 um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi Jafnréttisstofu.
27. Sögufélag Barðastrandasýslu - Beiðni um styrk
Lagt fram erindi Sögufélags Barðastrandasýslu um styrk vegna útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu 2018 að fjárhæð 120.000 kr.
Bæjarráð samþykkir erindið.
28. Ósk um styrk v. þorrablóts Barðstrendinga - Elín Eyjólfsdóttir
Lagt fram erindi dags. 20. mars 2019 þar sem Elín Eyjólfsdóttir fh. Þorrablótsnefndar, óskar eftir því að felld verði niður húsaleiga vegna þorrablóts sem haldið var í félagsheimlinu Birkimel 23. febrúar 2019.
Bæjarráð samþykkir erindið.
29. Ósk um styrk vegna grímuballs í Félagsheimili Patreksfj. - Foreldrafélag Patreksskóla
Lagt fram erindi dags. 12. mars 2019 þar sem Birna Hannesdóttir fh. Foreldrafélags Patreksskóla, óskar eftir því að felld verði niður húsaleiga vegna grímuballs sem haldið var í FHP 10. mars 2019.
Bæjarráð samþykkir erindið.
30. Hvest - samningur um matarbakka til eldri bogara
Lögð fram greining á fjárhagsáætlun 2019, hvort svigrúm sé til að mæta þeirri hækkun sem drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerir ráð fyrir í formi niðurgreiðslu af hálfu sveitarfélagsins. Niðurgreiðsla sveitarfélagsins um 250 kr. á hvern skammt nemur um 180.000 krónum á ári. Svigrúm er í fjárhagsáætlun 2019 til að mæta þeim kostnaði og samþykkir bæjarráð því niðurgreiðsluna. Bæjarráð samþykkir samninginn en felur bæjarstjóra að segja samningnum upp innan tilskilins frests þar sem kostnaður vegna máltíðanna hefur hækkað umtalsvert.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40